Skinfaxi - 01.08.1919, Page 4
60
SKINFAXI
Þinggerð
fjórðungsþings Sunnlendingafjóröungs.
]?að var liáð á pingvöllum 22. og 23.
júní s. 1. — Birtist hér ágrip af störf-
um þess:
1. Fjórðungsstjóri mintist starfsins
síðastl. ár. Minni framkvæmdir en áð-
ur, sem stafaði af burtför fjórðungs-
ritara og af ýmsum hömlum vegna
kvefpestarinnar, sem olli því m. a. að
fyrirlestrar féllu niður í mörgum félög-
um. austanfjalls. Félög i fjórðungssam-
andihu eru nú 33 — 20 sent skýrsl.
Tvö gengu í samb. á árinu: Ingólfur í
Holtahreppi og Ármann í pingvallasveit.
Reykjavíkurfélögin sameinast. U. M. F.
Gnúpverja hætt að starfa.
2. ]?ví næst fóru fram nefndalcosn-
ingar. Kosnar fjórar nefndir. Til að end-
urskoða rcikninga f jórðungsins, íþrótta-
mála- og fyrirlcstranefnd, nefnd til að
íhuga liækkun á fjórðungsskatti og liin
fjórða lil að athuga samband ungm.fél.
við íþróttasambandið.
pessum störfum var lokið fyrri dag-
inn.
3. Síðari daginn lögðu endurskoð-
endur fram reilcningana. Voru þeir i
ágætu lagi.
4. ]?essar tillögur voru samþyklar
frá íþrótta- og fyrirlestranefndinni:
a. „Fjórðungsþingið ákveður aðhalda
námsskeið í iþróttum í Reykjavík á
næsta vetri, cf nægileg þátttaka fæst.
Fáist hún ekki, en U. M. F. Borgarfjarð-
ar og ungmennafél. austan fjalls sjái
sér fært að halda námsskeið hjá sér,
skal þeim veitt það fé, sem þingið veit-
ir til íþrótta, og skiftist það til helminga
á milli þeirra.“ — Félög annarstaðar í
fjórðungnum hafa rétt til að sækja
námsskeið Borgfirðinga eða austan
í'jalls eftir vild.
h. „Fjórðungsþingið er því eindregið
fylgjandi, að ungmennafél. bciti sér
fyrir stofnun iþróttaskóla ásamtlþrótta-
sambatidinu. Kýs þingið 3ja manna
nefnd milli þinga, til að athuga þetta
mál og íþróttamálin yfirleitt. Jafnframt
skorar þingið á félögin í fjórðungnum
að ræða málið og búa undir næsta fjórð-
ungsþing.“
í nefndina voru kosnir: Aðalsteinn
Sigmundsson, Björn Bjarnarson og
porgils Guðmundsson.
c. „þingið felur fjórðungsstjórninni
að senda fyrirlestramenn til félaganna
eins og að undanförnu.“
5. Samþ. með 14 atkv. gegn 5 að
skora á öll fjórðungsfélögin að ganga
í íþróttasambandið.
6. Hækkun fjórðungsskatts. Samþ.
þessi till.: „þingið samþykkir, upp á
væntánlegt samþykki sambandsstj órnar
U. M. F. ísl., að hækka fjórðungsskatt-
inn um 15 aura af hverjum reglulegum
félaga.“ ,
7. Fjárhagsáætlun þessi var samþ.
í einu hljóði:
Tek j ur:
1. í sparisjóði ...... kr. 419.80
2. Skattur frá félögunum — 660.20
Alls kr. 1080.00
G j öld:
Til fjórðungsþings og stjórnarkostnað-
ur ..................... kr. 100.00
Til fyrirlestra............. — 400.00
—- íþrótta ................. — 300.00
Óviss gjöld ................ — 280.00
Samtals kr. 1080.00
8. Gestaenfnd. Aðalst. Sigmundsson
skýrði frá gerðum nefndarinnar síðastl.
vetur og lagði til, að hún starfaði fram-
vegis. Var fjórðungsstjórn falið að skipa
nýja nefnd til starfanna næsta vetur.
9. Um kynnisfaramálið urðu tals-