Skinfaxi - 01.12.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI
91
eða öðrum stöðum til að leita félags-
skapar eða leiksystkina. Honum var
kunnugt um hversu hættulegt göiulífið
er fyrir heilsu og siðferði lítt þroskaðs
fólks og ekki hvað síst veslings barn-
anna. En þótt börnin væru meiri hluta
dagsins við skólana, þá voru húsin samt
ónoluð margar kenslustundir á dag og
alt sumarið. Mr. Wirt áleit því, að fólk-
ið, sem hafði kostað til bygginganna,
ætti að hafa þær til almenningsafnota
þann tíma, sem ekki væri skóli; því
voru stofnaðir kvöldskólar, laugar-
dagsskólar og þar að auki sumarnám-
skeið við alla alþýðuskóla í Gary. Að
nota skólana svona mikið, cykur auð-
vitað viðhalds og umhirðulcostnað, svo
það varð að finna ráð til að vinna hann
upp á einhvern hátt. (Framh.)
Heilsnfræðisbálknr.
Fólk sem vinnur við kenslu, skrif-
stofustörf eða aðra vinnu, sem unnin
er inni við og hefir miklar kyrsetur í
för með sér, hefir oft þann sið að iðka
ýmsar æfingar undir beru lofti á sumr-
in, en sest svo í helgan stein þegar kóln-
ar i veðri. Slík umskifti eru mjög skað-
leg' fyrir heilsuna, og ætti algerlega að
forðast. pegar ekki er fært að gera neitt
úti, á að iðka þá fimlcika inni i loft-
góðu húsi, sem æfa allan líkamann í
samræmi. Annars er hér á landi sjaldan
svo vont veður, að ekki sé hægt að iðka
•einhverjar útiíþróttir.
Reglubundnar æfingar cru því holl-
ar sál og líkama, jafnvel þótt sá, sem
æfir, hafi ekki áhuga á starfinu. Sumir
íþróttafræðingar Iiafa haldið því fram,
að að eins þær æfingar, sem fólk hcfir
áhuga á, hafi holl álirif, en sú kenning
hefir verið hrakin. Merkur amerískur
heilsufræðingur hafði þessa skoðun og
fór að gera tilraun íil að sanna að hún
væri góð og gild, en niðurstaðan varð
hin gagnstæða, svo að hann breytti
skoðun sinni. í heilan vétur hafði hann
fyrir reglu að fara á leikfimisæfingar,
þrátt fyrir það þótt það væri honum
andleg byrði, en þegar veturinn var lið-
inn, þá varð hann þess var, að hann
hafði engan vetur áður verið svo lieilsu-
góður.
Enda þótt þær æfingar, sem ekki eru
iðkaðar af fúsum vilja, hafi góð áhrif,
þá eru hinar, sem gerðar eru af fúsum
vilja, og sem menn eru frá náttúrunnar
hendi hneigðir fyrir, enn hollari fyrir
líkams og sálarlíf manna.
Ýmsir knattleikir, skemtireið á góð-
um hesti, skauta og skíðaferðir eru
mjög upplyftandi og vekja sofandi öfl
úr læðingi og knýr þau til starfsemis.
j?á eru fjallgöngur sem miða að á-
kveðnu takmarki, t. d. ef tilgangurinn
er ekki einungis sá, að fá likamlega æf-
ingu, heldur líka að njóta samfélags við
skemtilegt og gott fólk, og að njóta feg-
urðar góðs útsýnis þýðingarmiklar.
Fjallgöngur styrkja því ekki að eins
fæturna, heldur líka auka þær fegurð-
artilfinningu, samhygð og félagsanda á
mcðal þeirra sem taka þátt í þeim. Ef
ræðari vinnur að því, og liefir mikinn
áhuga á því, að hafa fallegt áralag,
vinnur hann af kappi að ná þvi tak-
marki og ef hann gefst ekki upp, hcfir
hann fallegt og gott áralag, og finnur
mikinn mun á vondu og góðu áralagi.
pannig hefir áhugi hans og kapp gert
áralag hans að íþrótt og einnig skapað
eða vakið Iijá honum tilfinningu fvrir
leikni og fegurð í róðri.
Grikkir lögðu, eins og kunnugt er,
afarmilda áherslu á fegurð og samræmi
í öllu, með aðstoð íþróttanna hugðust
þeir að komast á æðsta stig likamlegs