Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1921, Side 1

Skinfaxi - 01.09.1921, Side 1
«. BLAÐ REYKJAVÍK, 8EPTEMBER 1921. XII. ÁR Heima og erlendis. Eftir Guðmund frá Mosdal. Nl. Jafnframt þessu sem lýtur að sameigin- legri starfsemi til alþjóðarheilla eru fjölda mörg smærri og stærri verkefni sem fé- lögin geta unnið að hvort í sínu lagi. Þau geta ýtt undir og kornið ýmsu á stað til héraða- og heimkynnabóta, sem víðast hvar er nauðsyn að. Edvard Os liðsforingi skrifari í »Noregs ungdomslag« (sambands- skrifari) segir meðal annars: »Það eru svo margskonar verkefni að fást við fyrir ung- mennafélög, bæði til bæja og sveita, að vildu félögin freista þess að gera nokkuð fyrir alt sem er veglegt og gott þá yrði þeim það langt um of. — — En ö 11 - u m ber að vinna n o k k u ð sem samsvar- ar okkar tilgangi. Hvert félag verður að sinna þeim kröfum sem virðast liggja næst fyrir það f Enn er þó ótalin sú hliðin á verkefni ungmennafélaganna sem mestu varðar en það eru hin þroskandi og u p p - e 1 d i s 1 e g u áhrif sem félögin hafa í för með sér. — Og einkum andlega þroskun- in er það, sem er allra mikilvægast í þessum félagsskap. Góð ungmennafélög verða að uppeldisstofnunum. Þau verða nokkurskonar óbundnir lýðháskólar sem hafa hvervetna mannbætandi áhrif á félaga sína — og það verða ungmennafélagar að heimta af sjálfum sér — og um leið á heimilislíf og hætti þeirra sem að fjelög- unum standa. (Um þetta atriði o. fl. vænti eg að fróðari maður skrifi í Skinfaxa áð- ur langt líður). Eg hefi nú reynt í þessum lauslegu hugleiðingum að sýna fram á hver þj óð- a r h e i 11 að ungmennafélagsskapurinn er, og þar með nauðsýnina á að halda hon- um uppi. Það væri og að mestu okkar eigin sök, ef hann spillist nú eða eyðilegst. Það væri þessara tírna óskaplegasti vottur hér á-landi. Og það væri sú þjóðaróheill sem ósýnt er hvernig úr yrði bætt. Séum við ungmennafélagar allir samtaka og vinnum eftir því sem máttur leyfir og með fullri trú á félagsskapinn, þá er hon- um borgið. Jeg vildi því mega mælast til þess að allir þeir sem enn telja sig til ungmennafélaganna sýni nú ungmenna- félagsskapnum umhyggju og aðstoð. Að allir þeir yngri sem nokkrar ástæður hafa til að gegna beinni starfsemi innan félag- anna geri það með ósérplægni og fullri trú á félagsskapinn. Og að þeir láti ekki á sig fá né blekkjast af þeim skamsýnu mönnum sem vilja gera alt það minsta og laklegasta úr þeirra starfsemi. Og eldri félagarnir sem að vísu eru orðn- ir öðrunr önnum kafnir, gerðu félagsskapn- um ágætt verk með því að sýna að þeir séu þó altaf vinveittir félagsskapnum og fúsir til aðstoðar eftir því sem ástæður leyfa. Við eigum þar að geta sýnt okkur jafn ábyggilega menn og úthaldsgóða eins og eldri félagarnir norsku hafa reynst sínum félögum. Ef okkar félög njóta framvegis að flestra

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.