Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1922, Page 1

Skinfaxi - 01.06.1922, Page 1
(i. BLA.1) BEYKJAYÍK, JÚNÍ 1!)22. XIII. llt Bannlögin, Síðan íslenska þjóðin fékk viðurkent sjálfstæði sitt af Dönum, hefir hún átt því láni að fagna, að eiga ekki í illdeil- um við neitt erlent vald, þangað til á síð- astliðnu ári. þá hófst þrætan við Spán- verja um toll af íslenzkum saltfiski, sem fluttur er til Spánar, og þá kröfu Spán- verja, að vér afnemum bannlögin, ís- lendingar. Vér höfum beðið herfilegan ósigur um sinn, þó að með öllu sé ekki útkljáð málið. Alþingi hefir leyft inn- flutning á svonefndum „léttum vín- um“ um eitt ár, en vér njótum á meðan „beztu tollkjara" á Spáni. Verður svo samið á ný að ári liðnu. Skinfaxi leggur að þessu sinni engan dóm á, hversu vel valdhaíar þjóðar vorrar hafi haldið á málstað íslands, né heldur hvort þær raddir séu sannar, er telja, að síðastliðið ár hafi verið illa not- að til varnar gegn erlendu kúguninni og vanrækt að leita styrks hjá þeim stór- þjóðum heimsins, er hefðu bæði vilja og mátt til að rétta oss, afskektu smáþjóð- inni, bróðurhönd í slíku alheims-siðgæð- ismáli, sem bannmálið er. Sá dómur, er sagan mundi kveða að slíkum valdhöf- um, yrði líka óbærilega þungur. Sagan geymir bæði „sæmd og sæmdarmorð“. Svo vel vill til, að það skiftir ekki mestu máli, heldur hitt, hverja stefnu nú skuli taka, því að enn er oss gefinn ársfrestur, sem mestu skiftir að sé not- aður rétt. Hverja stefnu eigum vér ung- mennafélagar þá að taka, og hvað get- um vér gert ? Starf vort er að ala upp hrausta og siðaða kynslóð. Vínnautn er ósamrým- anleg þeirri stefnu. Bannlögin hafa nú í nokkur ár verið einskonar skjólgarður, og þrátt fyrir allar tilraunir bannfénda gert afarmikið gagn. Nú er sá garður brotinn. Vínflóðið steypist yfir landið, ægilegra en nokkru sinni áður. Margir eru þeir, sem telja, að „beztu tollkjör- in“ hafi verið og verði langtum of dýru verði keypt með afnámi bannlaganna. Sé það rétt, þá er hér um mikið sæmdar- morð að ræða. Vér ungmennafélagar tökum ekki beinan þátt í stjórnmálum. En þegar um slík velferðarmál er að ræða, sem þessi, þá getum vér ekki orða bundist. Vér er- um kringum fjögur þúsund talsins, dreifðir um öll héruð, og Skinfaxi er hugmiðill vor. Hann mun gefa gætur að, hvað gerist í þessu máli og geta þess. Félögin úti um land halda iðulega fundi og samkomur. þau gera sér ljóst, hvað nú hefir gerst og gerist, hvílíkt siðferði- legt skipbrot um er að ræða, ef nema skal úr gildi bannlögin. Vér vekjum al- þýðu til umhugsunar um málið, og fyrsta krafan verður sú, að þetta ár verði notað eins og auðið er til þess að leita styrks hjá vinum vorum meðal stórþjóðanna. Önnur krafan er sú, að það þing, sem um málið fjallaði síðasta vetur, sé leyst upp og efnt til nýrra

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.