Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1922, Page 4

Skinfaxi - 01.08.1922, Page 4
6o SKINFAXI S kinf a x i Utgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. vera. Gróðurinn er þroskavænlegur og fjölbreyttur, landið einkennilega öldótt og því skjólsælt gróðrinum, þar eru villi- býflugur, þar er tjaldur, þrostur og margt annara söngfugla. Þrastaskógur er staður sem við ung- mennafélagar erum kjörnir til þess að yrkja og verja« og sjálfkjörinn fundar- staður okkar sem búum í næstu héruðum. Snemma næsta vor þarf að ákveða fundar- daginn og sæki þá fundinn þau félög a. m. k. sem eiga ekki lengri sókn en U. M. F. Reykjavíkur, þá getur sá fundur orðið félagsskap okkar til mikillar eflingar. Reykvíkingur. Álfaskeið. Flestir Ungmennafélagar um Suðurland og víðar hafa heyrt nefnt Alfaskeið, en elcki hafa ailir séð það. Alfaskeið er einn ein- kennilegasti blettur landsins. Það ,er dal- verpi sunnan í Langholtsfjalli í Ytri-hreppi hömrum girt að nokkru leyti. I dalbotn- inum pallslétt flöt og grasgrónar brekkur í kring. Imynd grískra hringleikasvæða myndað af íslenskri náttúru. U. M. F. Hrunamanna hefir valið sér þetta svæði til sumarmóta. Hin árlega Alfaskeiðsskemtun var að þessu sinni haldin sunnudaginn 30. júlí. Hófst hún með messugjörð undir berum himni. Þar flutti prédikunina séra Kjartan Helgason í Hruna; afbragð bæði að efni og formi. Því næst var kept í nokkrum íþróttum, hlaupi, stökki o. fl. Eftir það flutti Helgi Valtýsson snjalt erindi um járnbrautarmál- ið og framtíð þess hér á landi, og síðast flutti séra Magnús Helgason snildarlegan fyrirlestur um Kristófer Brún. Var þá orðið áliðið dags og hurfu þá hinir eldri heim, en yngra fólkið skemti sér litla stund við dans og leika. Veður var hið fegursta, helliskúrir sveimuðu kringum Alfaskeið, en engin lieimsótti dalinn fyr en lokið var skemt- uninni. Þarna var fjölmenni mikið úr Hreppun- um og nærliggjandi sveitum. Engin var þar lögregla og engir lögbrjótar. Yfir öllu mótinu hvíldi kyrlát gleði. »Gaman var á Alfaskeiði eins og vant er , sagði fólkið, þegar það reið heim í kvöldkyrð- inni. Álafosshlaupið. Vorið 1921 gáfu bræðurnir Sigurjón og Einar Péturssynir vandaðan bikar, sem keppa skyldi um í hlaupi, frá Klæðaverk- smiðjunni »Alafoss« til Reykjavíkur, er það um 18 km. Efni bikarsins er birki úr Hallormsstaðaskógi, en bikarinn er skorinn af Geir G. Þormar frá Geitagerði í Fljótsdal. Kept var um þennan bikar fyrst 3. júlí 1921., og vann í það sinn Þorkell Sig- urðsson í Reykjavík. Nú var kept um bikarinn annað sinn 23. júlí í sumar og vann þá Guðjón Júlíusson frá Grafarholti; hann var hálfri sek. á undan Þorkeli. A meðan hlaupið fór fram, var kept í íslenskri og grísk-rómverskri glímu. Is- lensku glímuna vann Sveinn Gunnarsson stud. med., bróðir Tryggva Gunnarssonar fyr. glímukonungs. Glímufélagið Armann sér altaf um hlaup þetta, en það á að fara fram í júlí ár hvert. Bikarinn þarf að vinna 3var til eignar. M. S.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.