Skinfaxi - 01.10.1922, Blaðsíða 2
74
SKINFAXI
því að nokkur ungmennafélög gáfust
upp að starfa. Þó skal ekkert um þetta
fullyrt. En á hi.tt má líta, hve félags-
mönnum hefir verið afar örðugt að
sækja f'undi í stfjálbygðum héruðum
landsins vegna vondra samgangna og
líka sakir fólksfæðar, sem ætíð er mikið
mein allra samtaka og félagslífs í sveit-
um. Orsökin til deyfðar félagsmanna
getur legið í þessu. Aðrar orsakir valda
því, að ungmennafélög í kaupstöðum
og þéttbygðum sjávarþorpum hafa hætt
að starfa. Það má kenna illum afleið-
ingum styrjaldarinnar miklu, svo sem
fjárkreppu, dýrtíð, atvinnuskorti o. fl.
1 kaupstöðunum er líka margur miður
hollur félagsskapur, þótt glæsilegur sýn-
ist á yfirborðinu, sem glepur fyrir æsku-
lýðnum, og fjarlægir huga hans frá
ungm enn afélagsmálun i.
Sveitunum mundi sannarlega bregða
við, ef ungmennafélögin hyrfu þar al-
gerlega úr sögunni. Margar sveitir bera
ýmsar menjar þess að ekkert ung-
mennáfélag hefir starfað í þeim, þar á
sér oft stað meira og minna ósamlyndi,
nábúakrytur og illkynjuð hreppapólitík.
Þar sem fjölment ungmennafélag er
starfandi kemur slíkt varla fyrir. Pé-
lagsskapurinn kemur bæði beinlínis og
óbeinlínis í veg fyrir þetta. Hann elur
menn upp í samstarfi og samhjálp, og
glæðir félagslyndi og samvinnu sveita-
búa.
Hér verður aðeins drepið á nokkur
atriði í stefnuskrá ungmennafélaganna
jafnhliða og getið verður um helstu störf-
in sem félagsskapurinn hefir fengis við
undanfarin ár, og starfar að enn í dag.
II.
I stefnuskrá ungmennafélaganna er
tekið fram, að félagsmenn megi ekki
neyta víns. Það var happ að þetta á-
kvæði var sett í stefnuskrána, því að
án þess væri félagsskapurinn ekki til,
í' þeirri mynd, sem hann er núna. Frelsi
ungmennafélaga til að neyta víns, liefði
gert félagsskapinn að skrípaleik, sem
allir siðaðir menn féngju óbeit á. Ung-
mennafélagsstörfunum cr þannig varið,
að áfengisnautnin getur ekki samrýmst
þeim. Ungmennafélagar munu sýna það
enn sem fyr, að þeir meta meira heið-
ur sinn en svo að þeir láti tælast af
áfengi, þó að sala þess sé nú lögboðin
í landinu.
Það er tekið fram í lögum Sambands
U. M. P. I. að ungmennafélagar skuli
byggja starfsemi sína á kristilegum
grundvelli. Þó að þetta atriði hefði
aldrei verið sett inn í stefnuskrána,
myndu félögin ekki, þrátt fyrir það,
hafa aðhafst neitt ókristilegt. En úr því
að ákvæði þetta var í fyrstunni sett í
stefnuskrána er rétt að hafa það í henni
áfram. Pélagsmenn liafa aldrei gert trú-
mál að umræðuefni á fundum sínum,
þeir vita sem er að slíkar umræður
geta valdið stælum og vakið sundrung
innan félagsins. Hver ungmennafélagi
er sjálfráður um það hvaða skoðun hann
hefir í trúarefnum, og hvaða leið hann
velur sér að því marki, sem hann stefn-
ir að i því efni. Upp úr sama jarðveg-
inum, og á sama blettinurn, vaxa oft
mörg mismunandi blóm, en ölium er
það sameiginlegt að vaxa upp á móti
ljósinu og ylnum. Svipað mun vera um
trúarskoðanir manna.
Ungmennafélögunum rná telja það til
gildis að þau láta sig litlu skifta um
pólitískar skoðanir félagsmanna. Pólitík
er því sjaldan eða aldrei höfð fyrir um-
ræðuefni á félagsfundunr. Einstök félög
hafa jafnvel bannað slíkt í lögunr sínum,
enda gæti pólitískar umræður, ekki síð-
ur en trúmálaræður, endað með þrasi
og stælunr. Pélagsskapurinn liefir sýnt
það og sannað að einstaklingarnir geta
unnið sanran í sátt og samlyndi, þrátt
fyrir misnrunandi skoðanir þeirra í póli-