Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 2
18 SKINFAXl tíðahöldin. Ungmennafélagar lial'a samið tillögur uni þátttöku sína; vorn þœr samþyktar á Sambandsþingi U. M. F. í. síðastl. vor. Tillögur þessar liafa verið birt- ar í „Skinfaxa“. þær ínunu þvi kunnar öllum ung- mennafélögum og mörgum öðrum, sem lesa ritið. Til- lögur þessar liafa vcrið sendar pingvallanefnd, og skýr- ingar verið látnar fylgja þeim um starfsemi ungmenna- félaga í velur, sem miðar að því, að gera þá færari nm þátttöku i hátíðahöldunum. Iþróttanámskeið liafa verið haldin i vetur hjá nær því öllum héraðssamböndum ungmennafélaga, sem eru í U. M. F. í. Námskeiðin hafa verið stutt, en mörg, og haldin víða; var það nauðsynlegt, því að með þeim hætti var liægt að kynnast mörguin unglingum, og fá þannig hugmynd um, livar líklegustu íþróttamanns- efnin er að finna; verður því auðvelt að kjósa úrvals- menn til samæfinga næsta vetur. Allskonar íþróttir hafa verið kendar á námskeiðum þessum, og reynt að vekja íþróttaáhuga sem mest. )?ó að það fari að líkum, að Iþróttasamband íslands ráði mestu um, hvernig íþróttastarfseminni verðnr hagað árið 1930, telja ung- mennafélögin sér skylt að duga í. S. í. sem hest við allar íþróttaiðkanir. Sérstök stnnd hefir þó verið lögð á íslenska glímu á námskeiðum ungmennafélaga, einla gera tillögurnar, sem samþyklar voru á síðasta Samb.- þingi ráð fyrir því, að unginennafélögin sýni glímur helst bændaglímur á þjóðhátíðinni. Ilelgi Valtýsson liefir kent þjóðdansa í vetur hér i Reykjavik, og kendir voru þeir líka á námskeiði, sem haldið var á Hvitórhakka í vetur. En þjóðdansakenslan hefir þó orðið minni en þurft hefði að vera, sökum þess að erfitt er að fá hæfa kennara í þeirri grein, lil þess að ferðast meðal ungmennafélaga, en líklegt er að þetta verði hægra næsta vetur, því að margir hafa numið dansana af Helga. Má ætla að hægt verði að fá ein- hverja af þeim til kenslunnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.