Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1928, Page 3

Skinfaxi - 01.02.1928, Page 3
SKINFAXI 19 Tryggvi Magnússon listamaður samdi ágæta ritgerð um þjóðbúhinga karla, og birtist hún í „Skinfaxa“ nokkru fyrir áramót. ]?að er Tryggva að þakka, að búningar þessir voru gerðir; liann gerði teikningar að þeim, og hefir athugað alt, sem að þeim lýtur, bæði fornt og nýtt, mjög nákvæmlega, eins og ritgerðin ber með sér. Ungmennafélagar hafa því fengið óbrjálaða hugmynd um búningana. það er því tómlæti einstíik- linga að kenna, en ekki fræðsluskorti, ef búningarnir ryðja sér ekki til rúms. Aúðvelt er að fá búningana saumaða hér i Reykjavík eða snið að þeim, en æski- legast væri að foringjar ungmennafélaga gengjust fyr- ir því, að búningarnir yrðu saumaðir sem víðast heima i sveitum, likt og gerist um annan klæðnað, þvi að án þess er það óhugsandi, að þeir verði almennir, og síst má gleyma því, að innlent efni á best við þessa klæða- gerð. ]?að ætti að verða metnaðarmál æskulýðsins, bæði karla og kvenna, að ganga i þjóðbúningi á þjóðhátið- inni 1930. Ef almennur áhugi vaknar fyrir þvi, verð- ur það auðunnið. Óvist mun enn um, livort heimilisiðnaðarsýning verð- ur lialdin í sambandi við þjóðhátíðina, þó gerðu ung- mennafélagar ráð fyrir þvi i tillögum sinum, að svo mundi verða, og liafa því mörg félög unnið kappsam- lega að heimilisiðnaði í vetur, og liafa gert ráð fyrir að halda lieimilisiðnaðarsýningu í héraði. Gefst þá færi á að velja bestu munina til þess að senda á þjóðhátíð- arsýningu. Ungmennafélagar unnu sjálfhoðavinnu á pingvöll- um síðastl. vor. Mun þeirri starfsemi verða haldið áfram á hverju vori til 1930. Héraðsstj. U. M. S. K. hefir verið falið að sjá um framkvæmd þessa máls í samráði við sambandsstjórn U. M. F. í. Mun næsta hefti „Skin- faxa“ segja ger frá því, sem ungmennafélagar og ]?ing- vallanefnd hafa orðið ásátt um í því máli. G. B.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.