Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Síða 14

Skinfaxi - 01.02.1928, Síða 14
30 SKINFAXI Eg lofa. Nýlega er út komin bók með þessu nafni. Höf. henn- ar er Yilh. Bjerregaard. J?ýtt hefir Eirikur J. Eiríks- son, 16 ára piltur af Eyrarhakka. pýðingin má heita prýðilega af hendi leyst. Mun það fátítt að svo ungur maður vinni annað eins verk. — Bókin segir frá skáta- hreyfingu meðal skóladrengja í Danmörku á fyrstu ár- um skátahreyfingarinnar þar i landi. Skýrir hún mjög vel frá félagslífi drengja, lirifning þeirra og baráttu fyrir áhugamálum. Munu flestir drengir lesa bók þessa með ánægju, og vel getur hún orðið þeim að góðu liði. En foreldrum og kennurum er bókin engu síður nauðsynleg. Allir sem eitthvað lmgsa um uppeldismál, finna að tómstundum barna og unglinga er oft illa varið, ekki síst í þorpum. Mjög skortir á að leiksvið og viðfangs- efni þau, sem oft eru valin i leik á kaupstaðargötunn miði að því að göfga og þroska manndóm barna. Æfingakerfi skáta sýnir börnum og unglingum föst og ákveðin markmið lil að stefna að, það elur sannan metnað, eykur fórnfýsi og hjálpfýsi, eykur sjálfs- bjargarviðleitni og minnir á margar fleiri dygðir, sem nauðsynlegt er að gróðursetja i hugum æskumanna. Er furða að kennarar skuli ekki hafa notað æfinga- kerfi skáta betur en þeir liafa gert i þarfir uppeldisins. þessi nýútkomna bók um skáta ætti að hvetja þá til þess, enda segist kostnaðarmaður hennar gefa hana út í von um að hún megi vekja athygli foreldra og drengja á skátahreyfingunni, og auka mönnum hlýjan hug til sjálfsbjargarviðleitni skáta. Vonandi verður bókin að þeim notum, sem kostnaðarmaður hennar, Aðalsteinn Sigmundsson skólastjóri, óskar eftir. Hann hefir verið

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.