Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 15
SKINFAXI 31 skáti um mörg ár, og telur sig hafa haft mikið gagn af því. G. B. r Ur ýmsum áttum. Skilagrein um gjafir, er eg hefi tekið á móti til prastaskógar ár- ið 1927: 50 kr. frá U. M. F. „Dagsbrún“, 100 kr. frá U. M. F. Hrunamanna, 50 kr. frá U. M. F. „Velvakandi“ og 25 kr. frá Jakobínu .Takobsdóttur, Eyrarbakka. Alls kr. 225.00. Aðalst. Sigmundsson. Barðstrendingar. Fátt er af ungmennafélögum í Barðastrandasýslu, enda er sýslan strjálbygð strandlengja og óhœgt um samgöngur ibæði á sjó og landi. J?ó eru þrjú félög i sýslunni í Héraðssambandi Vest- fjarða: „Vestri“ og „Unglingur“ í Geiradal og „Aftureld- ing“ í Reykhólasveit. „Afturelding“ gekk í Héraðssamb. Vestfjarða síðastl. ár. Félag þetta er meðal fjölmenn- ustu félaga landsins, tclur um 80 meðlimi. „Aftureld- ing“ hefir ráðist í það stórvirki, að byggja yfirbygða sundlaug að Reykhólum. Verður það verk liafið nú í ár. Ráðgert er að verk þetta muni kosta um 7500 krón- ur. Laugin verður steinsteypt, með timburskúrum. J?ar getur sundfólk liafst við meðan það ldæðist og afklæðist. „Afturelding“ mun hafa ráðist í þetta stórvirki í því trausti, að bæði nærsveitir og ríkissjóður muni leggja fé til verksins, enda mundi bygging laugarinnar reynast félaginu ofurel'li að öðrum kosti. Óhætt er að fullyrða, að ungmennafélög hafa unnið meira að íþróttum síðustu árin en nokkru sinni áður,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.