Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 103 haldi áfram að vera til eftir dauðann og haldi áfram að þroskast. Vísindin knýja oss sífelt til að viðurkenna guðdóm- inn og skyldleika rriannsins við hann. Vísindin eru þess vegna æðsta trúfræði mannsins, æðsta og besta íhugun mannsins um guð. Vísindin leiða oss beint til trúar á guð, og sú trú er undirstaða trúarbragðanna. Vísindin hamla ekki mönnum frá að verða kristnir, heldur gera þau þá betur kristna. Þau hafa gert mig betur kristinn en eg var. Á næsta ári mun eg halda fyrirlestra við ýmsa háskóla um hina æðri þýðingu vís- indanna. Mín persónulega trú er, að alt í hinum mikla al- heimi gerist í einhverjum ákveðnum tilgangi, og að þessi tilgangur sé þroski hinnar mannlegu sálar. i þessu efni fallast visindi og trúarbrögð í faðma. Vísindin munu treysta trúarbrögðin. Þau hafa einnig treyst trú mína. Mín trúarbrögð koma ekki í bága við eitt einasta atriði þeirra trúarbragða, sem móðir mín og samborg- arar hennar játuðu, þá er eg var barn. Vísindin hafa aðeins rýmkað skoðun mína á skaparanum. Þetta er sú raunverulega nautn vísindaiðkana. Takmark vísind- anna er ekki það, að uppgötva efnishluti, sem auka auðæfi vor og þægindi. Slíkt er að vísu velgerð, en ekki sú æðsta. Ef að vísindin stuðla ekki að því að veita mér og öðrum betri trúarbrögð, betri skilning á skaparanum, og nánari persónulegan skyldleika við hann, ef að vis- indin hjálpa mér ekki til þess að þjóna guðlegri köllun, þá eru störf min setn vísindamanns helber hégómi. „Ubersee" Nr. 2/1928. G. A. þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.