Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.11.1928, Blaðsíða 10
106 SKINFAXl kalla það), geysi stórar bæði að lengd og breidd, ýmist áfastar hver við aðra eða aðskildar, eftir því sem á stóð. í þeim voru hóp- eða heildarsýningar hinna ýmsu sýn- ingarefna. — Og svo smáhýsi, sýningarskemmur eða kofar með allavegu lagi lit og tilhögun, þar sem í voru eiknasýningar ýmissra fyrirtækja, verksmiðja eða einstakra framleiðenda. Stóðu stórbyggingarnar aðallega útvið girðinguna en smáhýsin á vatnsbökkunum eða í nánd viö það. Og allt var þar með aðlaðandi forini og skipu- legu. Og sriotrum frágangi. Þarna voru, að sarnantöldu ekki færri en 45 eða 46 smærri og stærri byggingar sem sýnt var í (16 hópsýninga byggingar og utn 30 smáhýsa). Þar að auki voru skrifstofur, pósthús, símstöð, Ijósmyndastofa, leikhús, fögur veitingahús og enn fremur fjöldi af smáum söluklefum með ýmsum hætti. Eins og nafnið bendir ti! var sýning þessi eingöngu norsk, og fyrir það land allt. Og þó ekki næði hún yfir öll norsk efni nje allt hefði þar sínar sjerdeildir, var hún þó margbreytt mjög, og mátti segja að allt það sem norskt er, yrði þar að einhverju leiti sjeð. Aðgreind var sýningin í þessar fimm deildir: List- iðnað („Brukskunst"), heimilisiðnað („Husflid" — Heima- yrkja), samgöngur („Reislivs avd.“), íþróttir („Sport avd.“), gistihús og vistir („Hotel avd.“). Hver aðaldeild skiptist i fleiri eða færti undirdeildir og þær svo oftast aftur í flokka. Þó að sýningin væri þannig að nokkru leiti sjersýning í ýmsum greinum var þó nær allt mögulegt fært undir þessar áðurnefndu, fimm, aðaldeildir. Auðsjáanlega var mikil stund lögð á að kynna útlendingum alla þá kosti er Norvegur hefir ferðamönnum að bjóða, bæði að því er lands og nátt- úrugæði snertir, og svo eins alit það, sem veita má til nauðsynlegs viðurværis, farartækja og hverskonar fyrir- greiðslu, aðbúöar, skrauts, skemtunar o. s. frv. Fyrir utan allt það, sem þegar er getið, var í sam- Sýningar efnið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.