Skinfaxi - 01.04.1929, Side 2
SKINFAXI
SO
brjósli sér. Bergmálið, sem ungrnennafélögin hljóta að
vekja í uppvaxandi kynslóð, á að enduróma í vonum
og vaxtrarþrám afkomendanna, svo framarlega, sem
engu verður snúið öfugt, af því, sem nú stefnir til um-
bóta í lifsstarfi félagsskaparins.
En þess ber að gæta, að framsókn „Vormanna ís-
lands“ er ekki aðeins fólgin í því, að nema ný lönd, og
tileinka sér „Verðandann“ í umbótastarfi nútímans, held-
ur er framsóknin jafnframt háð því sköpunarlögmáli,
sem hvert þjóðfélag hlýtur óhjákvæmiiega að byggjast
á, og sem er í því fólgið, að varðveita vel alit, sem
hefir þjóðlegt gildi, og horfir þjóðerninu til styrktar.
Jafnframt og félögin sækja fram með umbætur sínar,
þurfa þau að vera á verði, og gæta „fenginsfjár“, þess
er liðinn tími hefir fengið okkur í hendur, í gegnum
margháttaða baráttu formæðra- og forfeðrakynslóðanna.
Eitt af þýðingarrniklum atriðum hverrar þjóðar, mun
ávalt verða talinn klæðaburður hennar, og það vildi eg
í þessu sambandi örlítið minnast á. í gegnum klæða-
burðinn má ekki aðeins lesa þjóðernisstyrkleik og vérnd-
arhug einstaklinganna, gagnvart því, sem þjóðlegt er,
heldur jafnframt listfengi og samræmi við þau lögmál,
sem náttúra viðkomandi lands hefir að bjóða.
„Nú getur hver og einn skygnst um sína sveit“. —
Og víst er ástæða til að spyrja: Hvernig fullnægja ung-
mennafélagar íslands hinurn þjóðlegu atriðum I klæða-
burði?
Standa ungmennafél. íslands á verði gegn aðkomandi
tildri og tisku, setn nú er að hertaka hugi uppvaxandi
fólks, bæði í klæöaburði og öðru? Svörin við þessum
spurningum verða, því miður, neilcvæð.
Pjöldinn af uppvaxandi íslendingum, og því miður
ungmennafélögum líka, eru að verða að fórnarlömbum
á altari hinnar „glæstu froðu“, yfirborðsmenningarinnar,
— sem hvorki spyr um þjóðerni, lífsgildi né önnur verð-
mæti, sem livert þjóðfélag lilýtur þó að standa eða
falla með. — Klæðaburður okkar íslendinga, einkum