Skinfaxi - 01.04.1929, Page 11
SKINPAXI
5')
og menn, í Reykjavík sjálfri — að vísu ágætt fólk —
þá teldi jeg ekki síður vænlegt og viðeigandi, að eitt-
hvað af fólki óti á landi, t. d. eitt eða tvent úr hverjum
hinna landsfjórðunganna, lielst bæði karlar og konur,
væru í slíkri forstöðu- og undirbúningsnefnd. Með því
væri þó fengin lítið eitt meiri von um lifandi aðgerðir.
Að ráða fólk til þessarar forgöngu, með brjefaskriftum
eingöngu, mun gefast misjafnlega, og framkvæmdir
sýslunefndanda hygg jeg líka að geti borið til beggja
hliða.
Ungmennafjelögin hafa sambandsþing í vor, cftir því
sem ákveðið er. Þar lilýtur að takast til yfirvegunar,
hverjar aðgerðir þau muni geta veitt í þessu efni, á
þeim tinia, sem þá verður eftir. — Siðasta sambands-
þing leit svo á, að Heimilisiðnaðarfjelagið ætti að hafa
sem mesta forgöngu við sýninguna. Þó i samráði við
annan útbreiddari fjclagsskap, eins og ungmennafjelög-
in, kvenfjelögin o. fl. Ættu ungmennafjelögin svo að
rjetta stuðning sinn til, eftir megni. Nú hafa ungmenna-
fjelögin, allt til þessa, að mestu beðið átekta — beðið
þessarar forgöngu. Ekki síst að sýningin væri opinber-
lega afráðin og auglýst. — Þó er það enn, undir flest-
um kringumstæðum, sjálfsagt að ungmennafjelögin eiga
að gera það, sem þeim verður unt, til þess að sýningin
megi takast sem skammlausast, (ef hún verður, sem
ennþá skal gert ráð fvrir.) Þau standa betur að vígi, en
nokkur annar fjelagsskapur hjer á landi, fyrir það, hve
útbreidd þau eru, og mest um sveitir landsins. Þau
höfðu og hafist handa með að styðja íslenska heima-
iðju, nokkru áður en Heimilisiðnaðarfélag íslands var
stofnað.
Ef aö Heimilisiðnaríjelagið vill hagnýta sjer aðstöðu
ungmennafjelaganna, og þá samvinnu, sem þau geta i
tje látið íyrir þelta mál, — og því treysti eg fastlega,
þá er það vafalaust hinn mesti vinningur. En bæði ung-
mennafjelögum og öðrum er sá skaðinn mestur, hvað
nú er stuttur timi til stefnu.