Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1929, Page 12

Skinfaxi - 01.04.1929, Page 12
60 SKINFAXI Rúm blaúsins leyfir ekki, að jeg orðlengi þetta mál, sem þegar er fulllangt, með uppástunguui eða rökræð- um um tilhögun þessarar sýningar, val sýningarefnis, söfnun þess o. s. frv. Þess mun gefast kostur þegar meiri vissa er fengin um, hvort sýningin verður. — Og á þá betur við. Jeg vil þó aðeins taka það frarn nú þegar, að takmörkun sýningarmunanna eins og gert er ráð fyrir í „Hlín“, þykir mjer vera fjarstæða. Ungmennafjelaga og aðra, sem Skinfaxa lesa, vil jeg biðja að gera enn ráð fyrir því, að sýningin muni verða. — Og vænta þess að hún verði auglýst í vor. Hafi þeir svo málið i hyggju í sumar, en vinni síð- an að þvi, eins og verða má, er vetra tekur. Guðm. J. frá Mosdal. Cromwell vindlingar og auglýsingatál. Greínarkorn þetta er brol úr grein í norskn ungmennaíélags- og málblaði, „Austland.“ Fyrirsögri greinarinnar er: „Mod mörket - sætte flammende sværd“. Höfundur hennar er Johan Örjas;eter, norskt skáld. -------------Auglýsingarnar eru nokkurskonar freist- andi fjandar nútímans, og bera vott um skort á sjálfs- ögun. Nútíminn er sýktur af auglýsingafaraldri, scm hefir siðdrepandi áhrif, á margan hátt. Á vindlingaöskjunum stendur Cromwell. (í staðinn fyrir að standa ætti: Júdas, sem svíkur meistara sinn, því það gera vindlingarnir.) Ungir drengir vilja hafa menn til fyrirmyndar. Cromwell er einmitt sú fyrirmynd, sem röskum drengjum líkar. Og þá verða þeir auðvitað að reykja vindlinga, — Cromwels-vindlinga, græna og bláa. Þvi segi ég: Burt rneð allar myndir frægra manna af vörum þeim, sem heimska mannanna hefir framleitt!

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.