Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 3

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 3
SKINFAXÍ 99 3. Þjóðdansarnir. Það mál er mál ungmennafjelaganna. Þó ekki sje komið langt áleiðis, verðum við þó að leggja mikla áherslu á, að flokkur manna sýni þjóðdansa á Þingvöll- um 1930. Við viljum því biðja þau fjelög sjerstaklega, setn þegar hafa byrjað að æfa þjóðdartsa að halda þeim æfingum áfratn með eins miklum krafti og unt er. Við höfum hugsað oss að ráða mann til þess að ferðast meðal ungmenuafjelaga sem æfa þjóðdansa, til þess að samrýma dansana og ieiðbeitia og hvetja menn til að iðka þá. Þessi maður, sem væntanlega byrjar starf sitt um næstu áramót, á einnig að velja úr flokkum ung- mennafjelaganna þá . menn og konur, sem hann telur hæfasta til að fylla úrvalsflokk þann, sem fyrirhugað er að sýni sjerstaklega þjóðdansa á Þingvöllum næsta vor. Við viljum geta þess að það mun verða mikið lagt upp úr því, af þeim sem stjórna hátíðahöldunum 1930, að þjóðdansasýningar verði um hönd hafðar. Það er þvf ekki um neitt hjegómamál að ræða, enda berum við það traust til ungmennafjelaga að þeir sýni að þeim sje alvara og fjölmenni til þjóðdansanna. Skinfaxi mun ræða þetta mál nánar altnent. 4. Þjóðbúningar. Það mál hefir átt örðugt uppdráttar og mun fleira en eitt valda því. Verður ekki farið nánar út i það hjer, en benda skal ungmennafjelögutn á, að aldrei mun bjóð- ast betra tækifæri til þess að vinna því máli gagn, og að sjálfsögðu treystum við þvi, að þeir sem unna þvi máli framgangs, tnuni bera þjóðbúning við fyrirhuguð hátíðahöld. Það er að sjálfsögðu mjög æskilegt og þvf sem næst nauðsynlegt, aö þeir sem dansa i úrvalsflokkn- um 1930 beri þjóðbúninga til þess að dansarnir fái sem þjóðlegastan blæ, og viljum við biðja þá, sem valdir verða í úrvalsflokkinn að athuga þetta.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.