Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 5
SKINFAXI
101
útlendingur að geta með rjettu hælst um yfir þvi, aö
Íslendingar þori ekki að horfa framan i þá með fullri
einurð.
Vestur-fslendingar ætla að fjöimenna á hátiðahöldin.
Sjálfsagt ber oss að taka vel á móti þeim og gera þeim
ferð þeirra sem ánægjulegasta. Þó viljutn viö benda
ungmennafjeiögum á, að gæta þess vandlega að missa
ekki trú á gamla íslandi þó lýsingar ianda okkar að
vestan kunni að vera fagrar og heiilandi. Þess ber að
gæta, að þeir landar vorir, sem verða gestir okkar
næsta ár, verða mestmegnis þeir, setn notið hafa gæða
.Vesturheims og liðið vel þar, því gæti frásögn þeirra
orðið lituð og valdið margvisiegum vonbrigðum, ef
hlaupið yrði eftir henni.
íslenska þjóðin er altof mannfá til þess að notfæra
sjer alia mögulegleika sem fósturjörðin hefir að bjóða.
Þess vegna má enginn svifta hana kröftum sinum með
þvi að flytja af landi burt. Trúum á landið okkar fagra
og góða, og treystum böndin.
Við höfum nú i stuttu máli drepið á þau mál, setn
við teljum að beri að vinna aðallega að á yíirstand-
andi starfsári. Þó má ekki gleyma að halda i horfinu
með önnur mál ungmennafjelagsskaparins. Viljum við
sjerstaklega nefna skógræktarmál, bindindismál og
hreinsun móðurmálsins.
Treystandi ykkur, góðir ungmennafjeiagar, tii alls
hins” besta,| óskum við að starfsárið, sem nú er
byrjað, verði ykkur öllum ánægjulegt og heillaríkt.
Kristján Karisson. Guðm. Jónsson frá Mosdal.
Sigurður Greipsson.