Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 6
102 SKINFAXI Forn staðaheiti. Færum þau til rjetts máls. Jeg geri ráft fyrir því, að Skinfaxi telji það skyldu sina meðal arinars, að færa til rjetts nafus forn staðá- lieiti, er bréytt hefir verið, surnpart af óvarkárni og sum- part af hálfu Dana, er hjer hafa aðsetur iiaft, og nafnið siðan lapið upp af islendingum, og fest við að fullu, og er sá þátturinn skaðlegastur og óvirðulegastur. Snilli og hugkvæmni landnámsmanna í vali bæjar- nafna og örnefna er alkunn. Það, sem síðar hefir skirt verið af bæjum og bújörðum er ekki annað en eftirstæl- ing — og oftast ljeleg — af landnámsnöfnunum. Ljósavatn — Hausaberg — Svalbarð — Qlæsibær — Hvoll — Hvítanes — Kirkjuból — svo nokkur nöfn sjeu tekin af hand ihófi, allt eru þetta nöfn jafnsnjöll að máli og hugsun. Landsnámsmenn völdu stundum aðsetursstöðum sín- um nafn eftir vogreki — áhaldi eða öðru, er þeir fundu í flæðarmáii. Svo e'r um fjörðinn, sem vjer byggjum, Skútulsfjörð. Landnáma fer þessuin orðum um þann atburð: „Helgi hjet son Hrólfs úr Gnúpafelli; hann var getinn austr ok upplenskr at móðnrætt. Helgi fór til íslands at vilja frænda sinna; hann kom í Eyjafjörð ok var þá al- bygt; eílir þat vildi hann utan, ok var afturreka í Súg- andafirði; hann var um veturinn með Hallvarði, en um várit fór hann að leita sjer bústaðar; hanu fann fjörð einn ok hitti þar skutil í flæðarmáli; þat kallaði Skutils- fjörð; þar reisti hann bú síðan.“ Ekki verður það fullyrt, að skutilinn hafi rekið á eyri þeirri, sem nú er ranglega nefnd ísafjarðarkaup- staður, en langsennilegast er það, og að líkindum hefir Helgi reist sjer^ bygð á hinni sömu eyri, sem þá hefii verið öll gfasi gróin og næsta girnileg til atfanga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.