Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1929, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.11.1929, Qupperneq 8
104 SKINFAXI lögum nefndarinnar, þeim er samþyktai voru, og þá auðvitað í niðurlagsatriðum bænarskrár Alþingis til kon- ungs, er beöið um bæjarrjettindi handa ísafjarðarkaup- stað“. Og við það sat, er lög og reglugerð um bæjar- rjettindin vorú sett. „Svo hlálega veik þá við“, segir P. E. Ó. ennfrem- ennfremur, „að íbúar staðarins 1866 fengu nafn á sinn stað, er þeir höfðu aldrei beðið um 1863“. ísafjarðarnafnið er upphaflega fundið upp og gefið verslunarstaðnum af dönskum farmönnum. Þeim mun bæði hafa þótt munntamara sjer að nefna „Isefjord“ en Eyri, og líka viljað draga það af nafni aðalfjarðar- ins, ísafjarðardjúpsins, vitandi ekki, að innsti fjörðurinn hjer hefir frá landnámstíð heitið ísafjörður. Er nú rjett að láta nafn þetta haldast framvegis? Hiklaust ber að svara því neitandi. Að þvl sleptu, hve forsaga ísafjarðarnafnsins er raunalegt, þá er það svo fjarstætt og ankanalegt, að nefna kaupstað, sem stendur á eyri, við fjörð sem Skutulsfjörður heitir enn þann dag í dag, sem betur fer, ísafjörð. Og i viðbót að hnupla því nafni frá öðrum firði, er skerst inn frá sama flóa. Ekkert nema vaninn, vaninn sá voldugi drottinn er þess megnugur, að stinga mönnum svefnþorn svo þeir uni jafn fráleitri nafnvenju. Ekki vaxa Norðmönnum þeir erfiðleikar í augum, að breyta nöfnum bæja sinna, er þeir telja röng og óþjóð- leg og færa til rjettara máls. Geta má nærri að það hafi kostað þá ærna fyrirhöfn og innbirðis deilur, er þeir skfrðu upp höfuðborg sína fyrir fáum árum. Við þessi áramót breyta þeir nafni eins elsta bæjar sfns, Þránd- heims, og nefna Niðarós, svo sem hann hjet til forna. Rússar hafa einnig skfrt upp stærstu borg sína, þótt af öðrum ástæðum sé. Heilladfsin, sem ljet skutilinn = matborðið reka hjer á land l hendur Helga landnámsmanns, hefir reynst

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.