Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 13

Skinfaxi - 01.11.1929, Page 13
SKINFAXI 109 var myndasala. — Jeg sá fyrir skömmu mynd af J. S. forseta, er mjer þótti taka langt fram öðrum myndum af honum. Hjónin, sem myndina áttu, sýndu þá velvild að lána hana, enda þótt hún væri brúðkaupsgjöf tii þeirra, og nú hefi jeg látið prenta eftir henni mjög vandaða mynd, sem seld verður, meðan upplagið endist. Þar sem þetta er, að allra dómi sem sjeð hafa, langbesta myndin, sem til er af forsetanum, tel jeg víst að marga fýsi að eignast hana, enda ætti hún, i við- eigandi umgjörð, að prýða hvert heimili á landinu, en sist ætti hana að vanta hjer á Vestfjörðum. — Seld verður myndin alment á kr. 3.00, en vilji einhver nota tækifærið til þess að auðga um ieið Menningarsjóðinti, er hærra gjald með þökkum þegið. Óskasl þá jafnframt að þeir, sem kaupa myndina dýrara verði láti nafns síns getið svo hægt sje að skrá þá sem gefendur. Þau ungmennafjelög sem kynnu að viija fá myndina senda til útsölu, óska jeg að láti mig vita um það hið fyrsta. Næsta ár hljóta að verða vorleysingar miklar i öll- um framfaramálum þjóðarinnar. — Sumarboði nýs þús- und ára ríkis getur ekki verið smávirkur. Þá er það að jeg vænti að verulegt skrið komist á hjeraðsskólatnál okkar Vestfirðinganna. Minning þess manns, sem við eigum endurfundið sjálfstæði okkar að þakka, ætti að vega mikið fyrir það mál. Með því að auka Menningarsjóðinn er hjeraðsskóla- málinu Iið ljeð, en með því hvorutveggja er viðhaldið minningu þess mætasta manns, er þjóðin hefir alið. Jón Sigurðsson á að lifa enn og æ f dáðrikum fram- kvæmdum, eins og þá hann lifði hjer lífi sínu; Það er helgasta skylda okkar, sem eigum að halda minningu hatis á iofti, að sjá um að svo verði.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.