Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1930, Page 5

Skinfaxi - 01.02.1930, Page 5
SKINFAXI 29 vakan ræður tóvinnunni. íslenzica skanundegisnóttin er löng og notadrjúg þeim, sem kunna með aS fara. Hún er starfs- tími fræSimannsins aS því leyti sem tóvinnuvélar á fullkomnu sveitaheimili leyfa (spunavél, prjónavél og vefstóll), aS ógleymdu barnaskvaldri og öSrum truflunum, sem IndriSi hef- ir oröiS aS sæta, viö ritstörf sín í þröngri sveitabaö- stofu. Auk þess, sem aö framan er taliö, hefir IndriSi veriS hlaö- inn ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, oddvitastörfum, deildarforstöSu í kaupfélagi o. fl. III. LjóðagySjan hefir verið Indriða fylgjusamur förunautur, leitaÖ fast á huga hans og lagt honum orð á tungu, ótilknúð. Ljóð sín hefir hann að mestu ort samhliða daglegum störfum og erfiðisvinnu, lagt þau á minnið; heflað þau og vegið í huga sér, og skrifað þau þegar tóm vannst til, fullgerð og mót- uð. Þetta á jafnt við um höfuðkvæði hans, sem mest er til vandaS, kveðlinga, stökur og visnaflokka. — Á milli fermingar- aldurs og tvítugs byrjaði hann að yrkja, og fyrstu ljóð hans komu út i sveitablaöi i ASaldal, sem bókafélag og bindindis- félag sveitarinnar gaf út; en IndriSi var einn af helztu stuðn- ingsmönnum þess félagsskapar; og altaf hefir hann verið ótrauður forvígismaður bindindis- og bannstefnunnar. Kvæðin þóttu, þegar í upphafi, frumleg og einkennileg, enda kom þar fram talsvert römm ádeila á ríkjandi aldarhátt og trúarhugmyndir almennings. Leiddi það um skeið til nokk- urrar andstöðu milli höfundarins og sóknarprestsins á Grenj- aðarstað. En það breyttist síðar, þegar presturinn, séra Bene- dikt Kristjánsson, sá og skildi hvað i IndriSa bjó; eins og þau kvæði, sem Indriði hefir orkt og helgað minningu hans, bera líka vott um. Sluttu eftir aldamótin siðustu birlust einstöku kvæði eftir hann í þjóðblöSunum, sérstaklega í „NorSurIandi“, sem Einar H. Kvaran gaf út á Akureyri, og síðar í „Degi“ og „Tímanum“. Það er óklcift að gera grein fyrir skáldskap Indriða á Fjalli, i stuttu máli, meðal annars vegna þess, að kvæSi hans hafa ekki verið gefin út svo að hægt sé að visa til þeirra. Þau af kvæSum hans, sem blöðin hafa flutt, eru flestum glötuð, að öðru leyti en því, sein fest hefir rætur í minnum manna. Eg get þó ekki varisl að nefna nokkur af skáldskaparefnum hans og kvæðum, og hvernig þau flokkast. Veigamestu og dýpstu

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.