Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1930, Síða 7

Skinfaxi - 01.02.1930, Síða 7
SKINFAXI 31 IndriSi á Fjalli var sextugur að aldri 20. október s.l. haust. En hann bcr aldurinn vel. Er hahn hraustlegur og hvikur í hreyfingum; og svo ungur í anda, að liann mun vera bezti sluðningsmaður ungmennafélaganna í Þingeyjarsýslu, af þeim, sem tilheyra eldri kynslóðinni. Hann hel'ir hvatt þau og styrkt þeirra mál með ráðum og framlögum; og áminnt þá eldri um að varðveita æskuna í verkum sínum og huga. Hann var frá upphafi samhuga yngri mönnunum um stofnun Laugaskóla, og hefir jafnan tekið beinan þátt í framkvæmdamálum ung- mennafél. „Geisla“ í Aðaldal og veitt því andlegan og efna- legan stuðning. Síðastl. sumar tók hann t, d. þátt í sjálfboða- vinnu ungmennafélaga, og vann með þeim af kappi, að sléttun leikvallar og íþróttasvæðis fyrir félagsmenn. Skinfaxa má þvi vera ljúft að minnast skáldsins á Fjalli, sem eins af fremstu merkisberum æskunnar í landinú. Sl. Reykjavík 24. febr. 1930. Þórólfur Sigurðsson, Baldursheimi. Óður æskunnar. Á ylríkum vordögum æskunnar ljóma, Aladinshallir, úr draumsjónaviði. Og vonanna langspil svo Ijúflega óma, að líkist það hreimþýðum straumvatna niði. Er þrótturinn styrkist, og þráin að vinna, þrumugný vekur í æskunnar lijarta, þá eldmagnast hugsjónin, hamingju að finna, í hillingatíhrá skín framtíðin bjarla. Steinn K. Steindórsson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.