Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1930, Side 9

Skinfaxi - 01.02.1930, Side 9
SKINFAXI 33 allra þeirra verkefna, sem guð liefir lagt fyrir menn- ina. En Iivernig Iiefir okkur fslendingum tekizt, að fullnægja þessu hoði guðs? Við verðum að játa: ver en skyldi. Höfum við ræktað jörðina, eða gcrt ann- að, sem að því lýtur, að gera sér jörðina undirgefna? Við verðum líka að játa: ver en skvldi. En hefir nú ísland nokkur þau gæði, sem við get- um hagnýtt olckur? Jú, vissulega. Landið okkar er auðugt af margs konar gæðum, og við getum lifað góðu lífi af þeim, ef við gerum okkur jörðina undir- gefna, og hlýðum þar með boði guðs. Það þykir ætíð mikils um vert, að lönd séu fögur. Við íslendingar megum því vera liróðugir af fegurð lands okkar, því að enguin getur hlandast hugur um það, að fagurt er ísland og tignarlegt á að lita. Óneit- anlega eykur það stórmikið á fegurð landsins, að nátt- úran fær ein að ráða, óhindruð af mannahöndum. Ólíkt væri nytsamara fyrir landshúa, að beizla nátt- úruöflin, en að láta þau leika lausum hala. En nyt- semin og fcgurðin fylgjast eigi ávalt að. fsland hefir gefið sonum sínum á öllum öldum, dýr- mætan fjársjóð sem veganesti á lífsleiðinni. Sá fjár- sjóður er gott uppeldi, — veganesti, sem fullnægir hverjum manni í lífinu. fsland hcfir ætið reynst ibú- um sínum sem hezta móðir, betri en liver mannleg móðir getur verið, þvi að ekkert hefir meiri áhrif á hina viðkvæmu og næmu sál barnsins en náttúran í kring um það. Má næstum segja, að menn skapist að miklu af umhverfinu í kringum þá, eins og menn mótast af lífskjörum sínum. Ef til vill munu menn nú segja, að íslenzku vetrarbyljirnir, fjöllin og tor- færurnar beri ekki sérlegan vott um móðurlegt hugar- far til harna sinna. En það er nú svo, að sá maður, sem ekki mætir neinni mótdrægni í lifinu, né þarf fyrir því að liafa, lilýtur alltaf að verða óþroskað ómenni. Þvi að í haráttunni fyrir því, sem maður-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.