Skinfaxi - 01.02.1930, Page 12
36
SKTNFAXI
lenzku þjóðarinnar í hörmungum þeim, er yfir liana
dundu. Eitt var það, sem hafði „mátt að þola“, með-
al annars, öll þau mein, og það var málið okkar,
íslenzkan. Á öndverðum þjóðveldistímum íslend-
inga var eitt og sama mál talað um öll Norðurlönd
(þ. e. Noreg, Svíþjóð, Danmörku, Island og Færeyj-
ar), nefnilega norrænan. En með tímánum týndu
Norðurlandaþjóðir máli sínu, nema íslendingar (og
Færeyingar reyndar líka). Þeir einir geymdu tungu
sína fram á þenna dag, ekki breyttari cn svo, að hvert
meðal-skynsamt harn getur lesið bækur þær, er rit-
aðar voru á þjóðveldistimanum. Aðaláslæðan fyrir
þvi, að íslendingar geymdu cinir tungu sina, er ef-
laust sú, að forn-íslenskir rithöfundar rituðu hækur
sínar á sínu eigin máli, en erlcndis var latínan sam-
eiginlegt mál allra lærðra manna. Voru því öll rit
skrifuð á henni. Á þenna hátt hefir málið geymst
í bókum þjóðarinnar, og síðan hafa menn lært sög-
urnar, sem ritaðar hafa verið á íslenzku, og þannig
liefir tungan geymst á vörum þjóðarinnar. Að Island
er svo afskekkt í heiminum og samgöngur svo slæm-
ar frá því við önnur lönd, hefir líka átt þátt í þvi,
að málið geymdist á vörum þjóðarinnar, og varð því
minna fyrir erlendum áhrifum.
Latína er talin eitt af allra fullkomnustu málum
heimsins. Á hún frægð sína mjög að þakka ])ví, hve
afarauðug liún er af fjölbreytilegum beygingum. Mál-
ið, scm er einhver dýrðlegasta gjöf, sem guð hefir
oss mönnunum gefið, er heyranlegt tákn hugsananna.
Séu orðin, sem töluð eru, beygjanleg á margan liátt,
eiga þau betra með að lýsa hugsunum þeim, sem ])au
eiga að tákna. En íslenzkan er engu ófullkomnari
latíunni að þessu leyti, og líklega heldur ekki um hitt,
hvort málið er fegurra. Því að íslenzka er afbragðs
fagurt mál og fullkomið á allan hátt. Enda hefir
liún hlotið aðdáun og eftirtekt erlendra manna, sem