Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.1930, Blaðsíða 17
SKINFAXI 41 Uppdrátt þenna mætti svo ljósniynda og gefa hann út á bréfspjaldi. Eftir að þessu verki er lokið, sem vonandi verður að vori, þá liggur næst fyrir hendi að liefja nýrækt, og hana í stórum stíl. Yér getum ekki vonazt eftir þroskavænlegum slcógi i náinni framtið, ef vér gróðursetjum þar ekki minnst 5—7 þúsund trjáplöntur árlega, næsta áratug a. m. k. Eg get ekki stillt mig um, i þessu sambandi, að minnast orða lir. K. Iieltnes, skólastjóra eins hezta garðyrkjuskóla Norðmanna, er hann ræddi við mig um skógrækt á íslandi: „Þið eigið að gróðursetja, og um fram allt að gefast eklci upp. í dag, til dæmis, gefa börnin liér í Ulvíkurhéraði sveitinni sinni 70.000 kr. — Það er skógræktardagur harnaskólanna.“ — Eg innti liann nokkru frekar um, við hvað hann ætti, og honum varð ckki skotaskuld úr því, að skýra mál sitt. Nú kvað hann ekki skógarhögg í Noregi vera leng- ur rekið sem rányrkju. Nú eru norsku skógarnir rækt- aðir. I Úlvíkurhéraði sagði skólastjóri, að liöggvið væri árlega fyrir nál. 70.000 kr., en ekkert tré væri höggvið, nema að tryggt væri að ung tré væru gróður- sett í stað þeirra, er féllu. Þetta verk annast börnin á skógræktardaginn, og eftir 70—80 ár eru það ungu trén, sem gefa arðinn. Ilún er athygliverð, þessi glæsilega frásögn skóla- stjóra, á hvern hátt hörnin vinna að viðhaldi norsku skóganna. Ef dæma má eftir afskiftum U. M. F. af Þrasta- skógi, síðan þeir eignuðust hann, verður varla sagt, nema um einn þeirra, að liann liafi tekið einstöku ástfóstri við reitinn. Maður þessi er Aðalsteinn Sig- mundsson, áður skólastjóri á Eyrarljakka, nú ritstjóri Skinfaxa. Aðalsteinn hefir unnið í Þrastaskógi sum- ar eftir sumar, nú síðustu 0 árin. Þar hefir hugsjóna- maðurinn fórnað starfskröftum sínum, þögull og óeig- ingjarn. Eg hefi ofl gengið með Aðalsteini um þess-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.