Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 21
SKINFAXI
45
kaupa vinnukraft. Hcitiö skal bæði gamni og fræðslu
]jeim, sem koma að vinna. Gerið svo vel að láta mig
vita um vinnuframlög með nægum fyrirvara.
A. S.
Félagsmál.
Skinfaxi og skatturinn.
Úr ýmsum áttum heyrast óánægjuraddir um fyrir-
komulag það, er sé á útgáfu Skinfaxa eða útsölu. Menn
tala um nauðungarkaup, að þrengt sé upp á félögin
meiru en þau liafi með að gera af ritinu o. s. frv. Yfir-
leitt eru raddir þessar reistar á misskilningi, og þvi, að
félög og einstaklingar liafa ekki liirt um að kynna sér,
hvernig i málinu liggur. Skal það því skýrt hér, mjög
stuttlega:
I. Hverju sambandsfélagi U. M. F. I. ber að greiða
sambandinu skatt, sem er að upphæð 1,50 kr. af
hverjum félagsmanni, 16 ára og eldri. Skattur þessi
er tillag félaganna til heildarstarfsemi U. M. F. 1.,
en e k k i verð fyrir Skinfaxa né til útgáfu lians
sérstaklega. Skatturinn á auðvitað að felast í árs-
tillögum félagsmanna, en ekki að heimtast af
þeim sem sérstakt gjald.
II. Hvert sambandsfélag á rétt á, að fá ókeypis jafn-
mörg eintök og það telur sig þurfa af Skinfaxa, og
þó eigi fleiri en skattskyldir félagsmenn eru. Vit-
anlega er til þess ætlazt, að ritið komist í hendur
allra félagsmanna.
Af þessu má ljóst vera, að um nauðungarkaup á
Skinfaxa getur ekki verið að ræða, þar sem hann er
ekki verzlunarvara innan U. M. F. í. En sjálfsagt er,