Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 3

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 3
SKINFAXI 99 Völundur Guðmundsson. Vcr kennarar eigum nautnalind eina í starfi voru, umfram aðra menn: I>á, að kynnast mörgum mannsefnum og geta spáð með rökum í eyð- ur framtíðarinnar um æfi þeirra og örlög. Þessu fylgja sárindi þau, að sjá minna verða úr góðu efni, en vonir stóðu til. Sá var einn nem- enda minna, er eg reisti á glæsilegastar spár og stórmannleg- astar um allt, — gáf- aðasti drengur og hug- þekkasti, er eg hefi kynnst. Það var Völ- undur sonur Guðm. skálds Friðjónssonar á Sandi. Nú er hann látinn. Æfisaga Völundar er stutt og viðburðafá, en fögur — þroska- saga góðs drengs og batnandi. Hann fædd- ist á Sandi i Aðaldal 2'.i. mai 1906 og átti þar jafnan heima. Hann hlaut uppeldi svo sem bezt gerist hérlendis, við fjöl- breytt sveitastörf á þjóðlegu menntasetri, við frjálslyndi og djarfsýni meira en þeir kunna að ætla, sem þekkja Guðmund á Sandi af sögum hans einum. Átta vetra gamall hafði Völ- undur lesið allar íslendingasögur og kunni mikið af Njálu utan að. Hann var í skóla að Breiðumýri veturinn 1921—’22 og í eldri deild Laugaskóla 1926—’27. Lætur Arnór skólastjóri svo um mælt, að V. væri mestur íslenzkumaður, er gist liafi skóla hans. Á Laugum var hann sjálfkjörinn foringi nemenda og stýrði þar útiíþróttum og leikum. Hann var áhrifamaður i ungmennafélagi sveitar sinnar og átti sæti í stjórn Sambands þingeyskra ungmennafélaga. Hingað kom hann til Reykjavík- ur nú i ársbyrjun, í því skyni, að ljúka prófi upp í efsta bekk Völundur Guðimuidsson.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.