Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1930, Page 4

Skinfaxi - 01.04.1930, Page 4
100 SKINr'AXI Kennaraskólans. Veiktist hann hér af heilabólgu, er dró hann til hana í áliðnum marzmánúði. Nokkuð fékkst Völundur við skáldskap. Hafa kvæði eftir hann hirzt í Ársriti Nemendasambands Laugaskóla og koma fleiri i þvi riti i ár, og svo prófritgerð hans í skólanum, en hún var um Iíkingar í íslenzkum skáldskap. Grein, er hér fer á eftir, er stíll, er hann gerði í Laugaskóla, þá tvítugur. Völundur Guðmundsson var meðalmaður á vöxl, fríður sýn- um, glæsilegur á velli og vel búinn íþróttum. Hann var til- finningamaður, gæddur eldmóði og skapfestu, og drengur svo að af bar. Vafalaus þjóðarskaði er að fráfalli hans, og verð- ur eigi bættur. En „eigi skal grála, heldur safna liði“ — safna þreki voru, er vitum hugsjónir hins fallna foringjaefnis, um að gera þær að veruleika. A. S. Þrek. Þrek er mátturinn lil að framkvæma hoð viljans, styrkur- inn til að sækja í brattann. Þrekið er vængir er hefja sálir til flugs og framsóknar. Þrekmaður stefnir hiklaust þangað, sem óskir hans og áforni beinast, hversu mikið torleiði sem hann fær. Hann beygir oftast út af alfaraveginum og þræðir einstigi, sem ligg- ur upp fjallið. Og þó að vegurinn sé torgengur, snýr hann eigi aftur. Honum vex brekkumegin við hvert fótmál. Hann fellur og hruflar sig hvað eftir annað, en rís jafnóðum á fæt- ur. Þegar hann ætlar að örmagnast af þreytu, tekur hann sér hvild og rís upp eftir stundarkorn með nýjum eldmóði og nýjum þrótti. Og þó að lokkandi, mjúkmálar raddir berist hon- um til eyrna: „snúðu við og fylgdu oss,“ skeytir hann því engu, en heldur áfram ótrauður. Ilærra, hærra! nýr fögnuð- ur, ný útsjón og nýr máttur bíður hans á hverjum hjalla. Þrekið er einhver mikilsverðasti hæfileiki mannsins. Án þess getur engin barátta eða sigur átt sér stað. Ef vér höfum litið þrek, er lífsfley vort eins og bátur, sem enga hefir kjal- festuna, byltist og veltist á ýmsan llátt, eftir jiví sem storm- ur blæs eða bylgja fellur. Hann hrekur af leið og hann nær aldrei til óskahafnar. Ilvað gagnar það, þó að innanborðs sé gnægð stórra fyrirætlana og vona? Ein hátypt hylgja getur skolað þvi ölLu fyrir borð. Þrekleysingjar verða aldrei gæfumenn. Sálarlíf þeirra get- ur verið auðugt. Þeir geta verið gáfaðir og tilfinninganæmir,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.