Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 16

Skinfaxi - 01.04.1930, Side 16
112 SKINFAXI Nú fékk Vensil H. að kenna á því, hve fast þjóð vor var vanabundin dönsku í kirkjunum. Það var á gamlárskveld 1855, að haldin var aukaguðsþjónusta í kirkjunni í Kvívík. Þá las Vensii H. guðspjallið upp á færeysku, og það vakti „þvílka skelfingu og gremju, að hann þorði aldrei að endur- taka tilraunina, þó að hann færi ekki úr eyjunum fyr en 23 árum síðar, 1878*). Já, svona var þjarmað orðið að þjóðar- andanum, og svona illa var úr ætt skotið kyni því, sem í fyrndinni lifði í andlegu samfélagi við Norðmenn og fslend- inga, og sem orti kvæðin á 13. og 14. öld, þau er haldið hafa lífi í oss alla tíð síðan. Nú var eins og Rasinus Effersö kvað: Roykur og sót fjaldu tær synir og dötur, tey bóru spjarrar og hötur; seint fekkst tú hót. IV. 1856 var einokunin afnumin og þjóð vor leyst úr fjötrura. Eru þar með miðaldir sögu vorrar á enda og nýtt tímabil hefst. Komu þá miklar breytingar í ljós, hæði fljótt og víða. Að visu breyttist ckki allt til batnaðar, og langt frá þvi, En eitt koin greinilega fram. Fólkið fór smátt og sroátt að fá traust á sjálfu sér og atvinnuvegirnir blómguðust. Greinilegust var þó breytingin á andlegum sviðum. Skáldin tóku að yrkja ættjarðarljóð, sem brátt urðu almennings eign. Ljóð þessi þíddu upp kenndir, sem hvílt höfðu frosnar og stirðar i þjóðarsálinni, meðan einokun og fógetavald lágu á oss eins og grimmur víkingsvetur. Og kenndir þessar féllu frjálst í stríðum straum, svo að hlátur og grátur runnu sam- an í eitt. Það, að eiga framtíð að trúa á, að eiga mark og mið að keppa að, og umfram allt, að eiga fósturland og móð- urmál — allt vakti þetta ólgandi kenndir í mörgum barmi. Nú tók að myndast þjóðarhreyfing um það, sem fáir ein- staklingar höfðu áður séð og skilið og unnið fyrir. Athyglivert er það, að fyrstu ljóðin, sem eru boðberar um vakningu þjóðiífsins á Færeyjum, komu frá íslandi. Skömmu eftir 1870 fór ungur Færeyingur, Frederik Petersen, er síðar varð prófastur í Færeyjum og dó 1917, til íslands og í latinu- skólann í Reykjavík. Hann varð gersamlega hrifinn af stjórn- málahreyfingum og andlegu lífi, sem þá ríkti þar. Þá orti *) Eftir frásögn Sörensens prófasts.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.