Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1930, Page 17

Skinfaxi - 01.04.1930, Page 17
SKINFAXI 113 hann kvœðið: „Ilvat kann röra hjartastreingir?“, sem hvert mannsbarn í Færeyjum þekkir og flestir kunna utanað. Það er efalaust, að hann hefir haft til fyrirmyndar „Ileyrið vella á heiðum hveri“ eftir Grím Thomsen, eins og hitt er eklcert vafamál, að Grímur hefir ort sitt ljóð eftir finnska kvæðinu: „Ilör, hur liarligt sángen skaller“ eftir Emil von Qvanten. F'r. Petersen orti og fleiri kvæði, sem mikið eru sungin, t. d.: „Eg oyggjar veit“, „0 móðurmál, stórt er tít fall“, „Hvörjum man tykja vakurt hjá sær“, svo að nokkur séu nefnd. Þcgar hann var orðinn stúdent og kominn í háskólann í Kaup- mannahöfn, hitti hann þar marga góða Færeyinga með rík- um þjóðernistilfinningum. Færeyingafélag var stofnað í Kaup- mannahöfn. Þar voru gáfaðir menn, sem vel kunnu að yrkja, og ljóð þeirra bárust auðvitað til Færeyja og hljómuðu þar brátt í flestum byggðum. Það á sér rætur í íhaldslund Fr. Petersens, að hann ótt- aðist síðar hreyfingu þá, er hann hafði sjálfur tekið þátt í, að vekja til lífs. Hann liafði aldrei treyst á lýðstjórn. Þetta var þó ekki því til fyrirstöðu, að föst sætu í honum þau íslenzku fræði, sem hann liafði drukkið í sig á æskualdri. Bezt sönn- un þess er sú, að þegar gallið var skorið úr honum á efri árum, í slæmum sjúkdómi, gat hann kastað fram þessari stöku, sem mun að vísu naumast vera lýtalaus, eftir islenzkum brag- reglum: „Gallið tað er farið eg falli tó ei i fátt; hjartað tað er eftir og hcilin á sama hátt.“*) Fleiri og fleiri gerðust lirifnir af þessari nýju, fjörþrungnu hreyfingu, en þeim var það ljóst, að hér þurfti mcira til; hér var fyrir höndum mikið verk og erfitt. Það var ckkert áhlaupsverk, að rétta tunguna við, liefja hana til vegs og leiða liana i kirkju, skóia og þingsal — alla þá staði, er hún hafði verið útilokuð frá í hálfa fjórðu öld. Svo hátt var markið selt, og það var ekki unnt að setja það lægra. Nú var stofnað félag, til þess að vinna að þessu marki og eiga hægra um framsókn. Á þrettánda 1889 var fundur mik- ill haldinn í Þórshöfn og þar stofnað Færeyingafélag. Félag þetta vann verk sitt vel og virðulega í mörg ár. Þegar á næsta *) Edw. Mitens málfærslumaður lét mig góðfúslega fá stökuna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.