Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 24

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 24
120 SKINFAXI Þar næst kom „Poul Nolsöe. Lívssöga og yrkingar“, 340 bls.,. og svo „Föroyiskt fornbrævasavn I.“, „Etymologisk Ordbog. over det norröne Sprog paa Shetland“ eftir hann er merki- leg fyrir norræn málvísindi yfirleitt, og þýðing hennar nær enn þá yiðar yfir. Hann lézt 1918, 54 ára gamall. —- A. C. Ev- ensen prófastur, sein lézt 1917, aðeins 42 árá gamall, safna'ði efni í lesbækur, sem hann gaf lit og notaðar hafa verið í skól- um vorum siðan. — J. Dahl, núverandi prófastur vor, hefir Þýtt meginhluta Nýja testamentisins og nokkrar bækur úr Gamla testamenti á færeysku. — Gróður er og kominn í fagr- ar bókmenntir vorar. Mergð kvæða hefir komið út, og söinu- leiðis skáldsögur og sjónleikir. En hér skal ekki farið lengra út í bókmenntasöguleg efni. VI. Hér hefir sýnt verið fram á, að danska valdið hefir verið oss meinlega til fyrirstöðu i þjóðernisstarfi voru. Það hefir þrýst oss niður i hvert sinn, sem vér höfum reynt að rísa á fætur. Þegar það hefir gefið eitthvað mcð annari hendinni, hefir það tekið meira aftur með hinni. En jafnframt valdinu eiga Danir einnig sína menningu, og margir mætustu menn, er borið hafa menningu þeirra uppi, hafa ætíð sýnt þjóð- ernisstarfi voru velvild. Þeir hafa oft rétt oss hjálparhönd, er þörfin var mest. Hér skulu nefnd nokkur dæmi. 1810 lagði valdið niður lögþing vort, sem þá var meira en 900 ára gamalt, og fáum árum áður hafði lærði skólinn far- ið sömu leið. Þá voru uppi menntamennirnir Rasmus Rask og Carl Christian Rafn, sem hvor fyrir sig reyndi að hjálpa oss i andlegum efnum. Rask gaf gaum að færeyskri tungu, og hann var kunnugur starfi Svabos til að varðveita bók- menntir vorar. Og liann skrifaði einnig dálítið um færeyska málfræði í íslenzka málfræði sina, sem út kom 1811. Rafni var það öðrum fremur að þakka, að bókasafn Færeyjaamts var stofnað og reist hús fyrir það 1828. 1845 stofnaði danska valdið danska skóla fyrir færeysk börn i Freyjum. Sama árið sendi vísindamaðurinn og frelsishetjan Svend Grundt- vig út hina stórmerkilegu bók sína: „Dansken paa Færöerne Sidestykke til Tysken i Slesvig“*), og telur þar fram þær mörgu og grófu syndir, sem danska valdið liafði á samvizk- unni. — Aldrei hefir danska valdið sýnt móðurmáli voru meiri harðneskju en á síðustu 20 árum; en aldrei hafa mennta- *) Gefin út að nýju af Chr. Matras. Tórshavn 1925.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.