Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 31

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 31
SKINFAXI 127 Fræðistörf ungmennafélaga. Eitt aðalstarf U. M. F. hlýtur jafnan aö vera það, aö leit-' ast við, aö auka víðsýni og manngildi félagsmanna og almenn- ings meö fræðslu. „Þekking er vald“. Það vald ber félagsskap' vorum að nota sem rækilegast lil þjóðbóta, landsbóta og auk- innar hagsældar. U. M. F. hljóta þvi að skipa sér fast um alþýðuskóla. Er stofnun slíkra skóla og stuðningur við þá eitt sjálfsagðasta átaksmál héraðssambanda og einstakra félaga. Þar sem héraðsskóla vantar, hlýtur stofnun þeirra að vera' aðalkappsmál félaga. Er þá hvorttveggja til, að héraðssambönd stofni skóla á eigin ábyrgð, eins og Samband þingeyskra ung- mennafélaga hefir gert, eða þau styðja aðra aðila lil þess, með ráði og dáð. Þar sem slíkir skólar eru þegar komnir, mega U. M. F. ekki sleppa af þeim hendi. Þeim ber að vinna að vexti skól- anna og viðgangi eftir mætti og halda við þá sem nánustu sambandi, bæði sjálfra sín og þeirra vegna. Skólar þurfa að eiga kennsluáhöld, bókasöfn, náttúrugripasöfn og margt fleira til gagns og prýði. U. M. F. geta lijálpað til að eignast allt þetta, hvort sem er með beinum fjórstyrk til skólanna, eða með því, að gefa munina. Væri sérstaldega ánægjulegt báðum aðilum og þroskavænlegt ungmennafélögum, ef þeir söfnuðu náttúrugripum handa skóla héraðs síns og ynnu handa hon- um muni til skrauts og gagnsemdar, í tómstundum sínum. Þelta er öllum fært kostnaðar vegna, en lil þess þarf vilja. Má ekki gleyma því, að „margt smátt gerir eitt stórt“, né hinu, að persónulegar fórnir gcta af sér ást á málefni þvi’ eða stofnun, er fórnina þiggnr. — Gott er og þarft. að U. M. F. haldi náinsskeið i ýmsum fræð*- um, er ástæður leyfa. Getur þar verið um að gera fyrirlestra, munnlega kennslu og verklegar æfingar. Fyrirlestranámsskeið geta verið i almennum fræðum (ýms efni á sama námsskeiði), heilsufræði, þjóðfélagsfræði, búvísindum o. s. frv. Munnleg' kennsla með ritæfingum í móðurmálinu og öðrum tungumál- um, stærðfræði, bókfærstu o. fl. Námsskeið með verklegum' æfingum má halda í tréskurði, saumum og öðrum lieimitis- iðnaði, ýmsum íþróttum, söng (t. d. íslenzkum þjóðlagasöng), garðyrkju, matreiðslu (íslenzkrit), hjúkrun, hjálp í viðlögum o. m. fl. Námsskeið verða að vera nægilega löng til þess, að' koma að notum. Efni þeirra ber að velja eftir því, sem þarfir' krefja og fjárráð og kennslukraftar leyfa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.