Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 33
SKINFAXI 129 skrá ættir sveitarnianna og ættsögur. Að athuga fuglalif, gróð- ur og veðurfar, og náttúru sveitarinnar yfirleitt. — ÖIlu, sem hvert félag bókfestir af slíkum fræðum, ætli að safna á einn stað tii geymslu, þar sem greitt væri aðgöngu að vinna úr því, t. d. í héraðsskóla, þar sem þeir eru, eða í bókasöfn. Gætu þannig myndast einskonar þjóðfræðisöfn í sveitum lands- ins. — Eigi má gleyma, að láta Landsbókasafninu í té eftir- rit af þvi, sem máli skiftir. — Mega allir sjá, að hér er ótæm- andi verkefni, hugðnæmt og þroskavænlegt. Þeir ungmennafélagar, sem áhuga liafa á að fræðast, geta myndað námsflokka innan félaga sinna. Með aðstoð slíkra flokka svelgja menn síður bækur í sig hugsunarlaust, en hjálpast að brjóta þær til mergjar og viða að viðbótarefni og skýringum úr ýmsum áttum. í námsflokki geta verið 5 (jafnvel færri) til 20 menn. Þeir velja sér formann eða lesstjóra, þann flokksmann, sem fróð- astur er um bókmenntir og bezt er treyst til verkstjórnar. Koma svo flokksmenn saman eitt kvöld i viku — oftar, ef þörf þykir á; sjaldnar, ef í strjálbyggð er. Fyrst er þá, að tiltaka námsefni, en síðan að velja eina bók um það efni, til þess að leggja til grundvallar við námið. Þurfa allir að hafa þá bók með höndum. Vitanlega getur aðalbók þessi verið skáld- rit, er mönnum kemur saman um, að kryfja til mergjar, eða þá fræðirit eða kennslubók. Fyrir hvern flokksfund er tekinn til kafli, er allir skulu lesa, en jafnframt leita menn upplýs- inga til viðbótar efni kaflans í öðrum ritum. Geta menn gjarna skift á sig bókum til þeirrar leitar. Einn er jafnan valinn til að hefja umræður um kaflann, er á fund kemur, en í umræð- unum — sem verið geta „baðstofuhjal“, þar sem flokksmenn eru fáir — kemur hver fram með þær upplýsingar, sem hann liefir að veita, og sinn skilning. Ættu mörg U. M. F. að geta átt sér með þessu móti ágæta skóla, þar sem allir eru hvort- tveggja i senn: kennarar og nemendur. — Námsflokka með svipuðu sniði má og hafa í verklegum efnum. Telja verður það skýlausa skyldu U. M. F., að beitast fyrir stofnun og starfrækslu bókasafna, hvert á sínu félagssvæði. Riður því meira á, sem slík söfn eru smærri, að vel sé til þeirra vandað um val og meðferð bóka. Lánsbækur safna á að binda í sterkt skinnband; það borgar sig, þótt dýrara sé að stofni. Líklegt er, að fá megi áhugamenn til að gefa söfn- um bækur, sem þeir eiga og hafa lesið. Dæmi eru þess, að U. M. F. hafi með því móti eignast vænlegan vísi til bókasafns.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.