Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 34

Skinfaxi - 01.04.1930, Síða 34
130 SKINFAXI — Æsisögur og annað bókarusl á ekki að sjást i söfnum ung- mennafélaga. U. M. F. eru skólar æskulýðsins, þeir einu, er fjöldi manna á kost á að njóta, og áhrifameiri um menningu og gihli þjóð- ar vorrar, en almenningi er ljóst. Hér hefir ilrepið verið á helztu atriði um fræðistörf þeirra, og mætti þar mörgu við' bæta. En vonandi getur það, sem hér er mælt, reynst einhverj- um nytsöm bending. Héðan og handan. Hátíðarminnjar. Margir minnast Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, siðan hann ferðaðist meðal ungmennafélaga, kenndi íþróttir og flutti fyrirlestra. Nii er hann, sem kunnugt er, kominn i röð fremstu listamanna vorra, myndhöggvari og málari. Guð- mundur hefir gert skildi þá, er hér birtast myndir af, til minnja um Alþingishátíð. Sýnir annar helztu forgöngumenn Alþingisstofnunar, þá Úlfljót, Grím geitskör og Þorleif spaka; stendur á honum: „Með lögum skal land byggja. 930 —1930“. Á hinum er norrænn drekahnútur og „Alþingi vas sett at ráþi Úlfljóts ok allra landsmanna". Skildirnir eru gerðir úr kopar, 11 sm. í þvermál og kosta 15 kr. hvor. Fá má og efnismeiri skjöld með báðum myndum, sinni á hvorri hlið, fyrir 25 krónur. Þá hefir Guðmundur gert nokkuð af „raderingum" (æti-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.