Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 23
SKINFAXI
23
sólum og af skíðunum að ofan. Yarastu
að fara þjösnalega í bindingana; tájárn-
in geta gengið úr skorðum.
5. mynd: Úlnliðaólin má ekki vera of
víð. Þræddu höndina upp í gegnum ólar-
lykkjuna og snúðu lófanum að handfang-
inu, gríptu um handfangið, ólin á að liggja
yfir úlnliðinn (liandarbaksmegin).
6. mynd: Þegar gengið er á jafnsléttu,
eru fæturnir hreyfðir til skiptis fram,
mjúkt og Iíðandi. Leiíast skal við að
renna langt í hverju skrefi með þvi að
spyrna vel frá með aflari fætinum, en
þess gætt, að afturendi skíðisins lyftist
ekki of hátt. Mjaðmirnar vindist fram lil
skiptis um leið og líkamsþunginn er færð-
ur yfir á fremra skiðið, og samtímis er
hné fremra fótar beygt fram og inn á
við. Stöfunum sé sveiflað með örmunum.
Stafurinn á að hallast þannig, að brodd-
urinn verði lítið eitt aftan við höndina, og
þannig er honum beitt í fönnina nálægt
sldðinu á móts við fremri fótinn; skal nú
ýtt vel frá með stafnum og lireyfingunni
lokið af snerpu. Höndin vinzt inn á við,
og lófinn opnast, þannig, að i lok átaks-
ins reynir algerlega á stafólina.
7. mynd: Oft þarf skíðamaður að snúa
sér við á skiðunum.
8. mynd: Stultar, brattar brekkur eru
oft gengnar með svolcallaðri „fiskibeins“-
eða „jólatrés“-aðferð eða þá að traðkað
er beint á hlið.
9. mynd: Skíðamaðurinn liallast áfram,
svo að likaminn myndar sem næst rétt
horn við brekkuna. Mjög lítil beygja i
mjaðmalið. Hné lítt beygð, nálægt hvort
öðru, en ekki fast samanklemmd, lieldur
mjúk og lireyfanleg. Staðið i allan fótinn.
Skíðin hlið við hlið, en eigi klemjnd sam-
an, og annað skiðið hálfu feti framar en
hitt. Skíðamaðurinn stendur nokkuð
uppréttur, sem eðlilegastur og liðlegast-
ur. Skiðastöfunum skal halda þannig, að
oddarnir viti á ská út og aftur. Þrúgurn-
ar (kringlurnar) mega ekki dragast.
Olnbogar bognir i rétt horn og hendur
fyrir framan kviðinn.
10. mynd sýnir skíðamann, sem renn-
ir sér á ská niður brekku. Hann beygir
sig nokkuð i mjöðmum og hnjám og vik-
ur hnjánum dálítið inn að brekkunni en
bol og öxlurn frá brekkunni. Þunginn er
á neðra skíðinu, efra skíðið a. m. k. %
feti framar.
11. mynd: Plógbeygja. a) Runnið á ská
niður brekkuna (sbr. 10 mynd). Þunginn
á neðra skíði, i þessu tilfelli vinstra skiði.
b) Efra slcíðið fært út, myndaður plógur.
e) Þunginn færður yfir á hægra skiði,
sem þá beygir yfir lóðlínuna. d) Vinstra
skíði rennt að því hægra og fram fyrir
það. e) Skíðamaðurinn hefur lokað
heygjunni og rennur svo á ská niður
brekkuna, en nú i aðra átt.
12. mynd sýnir plógbeygjur, þar sem
plógnum er ekki lokað á milli beygjanna.
Höfuðatriðin i plógbeygju, þ. e. að lialda
heygjunni jafnan saman, en þrýsta hæl-
unum út, sjásl vel á mynd b og d. Þunga-
færslan, sem nauðsvnleg er, til þess að
beygja yfir lóðlinuna, sést vel á mynd a
og c. Örin sýnir lóðlinuna. Stöfum er allt-
af lialdið á ská út og aftur i þessari
beygju. Plógbeygja er notuð á Iiægri ferð,
einkuin í mjúkum snjó.