Skinfaxi - 01.02.1958, Page 21
SKINFAXI
21
/fifform
f^oróteinn éJinaróóon :
Ungmennafélögin og skíðin
Þegar á fyrstu starfsárum ungmenna-
félaganna hér á landi störfuðu þau að
eflingu skíðaíþrótta. Mun það rétt vera,
að fram til 1914, að Skiðafélag Revkja-
víkur var stofnað, liafi þau ein félög unn-
ið að eflingu skiðaíþrótta. Þegar á fyrsta
starfsvétri Umf. Reykjavíkur aflaði það
15 skíðapara frá Noregi. Þá réðst það í
það stórvirki að gera skíðabraut vestan
Öskjuhíiðar og vann að grjótruðningi í 8
ár. Enn fremur má nefna slarf Umf. Ár-
vakurs á ísafirði, sem gekkst þar fyrir
skíðakennslu í nokkra vetur og réðst i
það heillaverk að fá hingað norska skíða-
kennarann Helge Torvö.
Segja má, að ungmennafélögin tækjn
upp þráðinn, sem niður féll um 1790, þá
er lauk þeirri skíðakennslu í Suður-Þing-
eyjarsýsln, sem hafin var fyrir tilstilli
hins danska konungsvalds — og Norð-
maðurinn N.Buch fékk 8 ríkisdala verð-
laun fyrir „að hafa á margan máta fram-
ið og upphvatt skíðaferðir“.
Það er því vel við hæfi, að Skinfaxi
hvetji ungmennafélögin lil þess að efla
skíðaíþróttir i byggðarlögum sinum og að
þau vinni að því, að sem flestir læri að
minnsta kosti þau atriði, sem meðfyigj-
andi myndir sýna.
1. mynd: Skíði eru talin við liæfi þess,
sem ætlar að nota þau, ef lengd þeirra
samsvarar seilingu hans. — Skíðastafir
eiga að vera 10—15 cm lengri en mjaðm-
arhæð notanda.
2. mynd: Til þess að áhurður tolli vel
neðan á skíðunum, þurfa skíðin að vera
þurr. Bezt er að hera á innanhúss i venju-
legiim stofuhita. Það horgar sig að hera
vandlega á skíðin. Séu skiðin vel smurð,
eykst ánægjan og gangurinn léttist. Einn-
ig verndar það skiðin gegn sliti og
skemmdum.
3. mynd: Skíðin er hægt að hera í hönd-
unum eða á öxlum. Ef þú herð skíðin i
höndum, þá stingtu handföngunum und-
ir táólarnar, en kræktu þrúgunum á
skíðaoddana. Séu skíði borin á öxlum, er
gott að hera þau á annarri öxlinni en
stafina á hinni og stinga stöfunum undir
skíðin — skiði og stafir þá lcrosslögð.
4. mynd: Áður en sldði eru spennt á
fætur, slcal lireinsa snjó og is undan skó-