Skinfaxi - 01.02.1958, Blaðsíða 32
SKLNFAXI
Ifur Jjóniion:
SKRIÐUFÖLL
OG
SNJOFLOÐ
jbúar fjallalanda þekkja þær lirollvekjandi hamfarir nátt-
úrunnar, er skriður falla eða snjór flæðir niður liliðar.
Fáar hörmungar eru þeim, sem fyrir þeim verða, eins
afdrifaríkar, enda liefur margur dalbúinn hlotið grimmi-
leg örlög, er skriður eða snjóflóð féllu á hæ hans.
Frá slíkum viðburðum segir í þessu mikla ritverki. Hér
er ekki um að ræða einangraða þætti, lieldur ýtarlegt rit
um orsakir, einkenni og flokkun skriðufalla og snjóflóða,
varnir gegn þeim og nákvæmar frásagnir slikra athurða
hér á landi, svo langt aftur sem heimiklir geta.
Þessi tvö bindi segja lirikalega sögu, sem er snar þáttur
í mótun landsins og haráttu íslenzku þjóðarinnar fyrir
lifi sínu í harðbýlu og veðraþungu landi.
BOKAUTGAFAN
NORDRI