Skinfaxi - 01.02.1958, Síða 2
SKINFAXI
filtnewwa
BÓKAFÉLAGIÐ
'A' Almenna bókafélagið vill auka þekki'ngu og skiln-
ing allra Islendinga á sögu og menningu þjóðar-
innar og á náttúru landsins, á lífi fólksins í um-
heiminum, á gömlum og nýjum viðhorfum við
tilverunni og félagslegum straumum og stefnum,
jafnt þeim, sem frelsi og menningu stafar hætta
af, og hinum, sem góðs er af að vænta.
■jf Félagið hefur sett sér að sameina það tvennt, að
fræða og skemmta.
Með bók mánaðarins — hinu nýja, fjölbreytta og
frjálslega útgáfukerfi, sem félagið hefur valið í
ár, eykur það möguleika hvers félagsmanns til
að finna við sitt hæfi bækur til fróðleiks og
skemmtunar.
Þá vill félagið vekja athygli á hinum háu bók-
menntaverðlaunum, sem það hefur heitið. Með
þeim vill það örva íslenzk skáld til afreka.
♦ Skrifstofa félagsins er í Tjarnargötu 14 Reykjavík ♦