Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1958, Page 8

Skinfaxi - 01.02.1958, Page 8
8 SKINFAXI um listfenga og skemmtilega kveðskap Gríms Thomsens. BÆNDAGLÍMAN. Sviðið — Forstofan á Bessastöðum. Glíman er í þættinum látin fara fram á afmælisdegi Gríms Thomsens, 15. maí árið 1825. Á haksviði er snúinn stigi. Á veggnum til vinstri við stigann hangir skólabjalla. Til liægri er bókaskápur. Stór kista stendur upp við vegginn. Þá hangir á veggnum uppdráttur af Islandi. P e r s ó n u r : Jón Jónsson Lector scholæ. Hallgrímur Scheving kennari. Sveinbjörn Egilsson kennari. Björn Gunnlaugsson kennari. Þorgrímur Tómasson skólaráðs- maður. Ingibjörg Jónsdóttir kona skólaráðs- manns. Grímur Thomsen barn. Skólasveinar : Páll Tómasson. Ólafur Pálsson. Jón Árnason. Geir Bachmann. Bjarni Eggertsson. Sigurður Tómasson. Nokkrir fleiri ónafngreindir skóla- sveinar. Y e r m e n n : Gestur Bjarnason — Glímu-Gestur. Ketill hóndi í Kirkjuvogi. 4 aðrir ónafngreindir vermenn, sem hér nefnast: Ármann, Baldur, Davíð, Einar. Nokkrir fleiri vermenn. Þegar tjaldið er dregið frá, er sviðið autt, en þá kemur skólasveinn lilaup- andi inn og upp í stigann og hringir skólabjöllunni og kallar: „Þeir koma, þeir koma.“ (Adsunt! Ad- sunt!). Nokkrir skólasveinar konxa hlaupandi frá hægri. Samtal — órói skólasveina, er þeir koma inn i „forstofuna“ eftir að inspec- tor cubiculi (umsjónarmaður svefnlofts) hefur kallað: Þeir koxna! Þeir koma! (Búnaður skólasveina: vaðmálsbuxur girtar ofan í sokka, sem sumir eru rönd- óttir. Klæddir eru þeir að ofan í mórauð- ar eða svartar peysur. Sumir eru í stutt- treyjum utan vfir vaðmálsskyrtum. Nokkrir liafa trefla.) Þegar skólasveinar hafa safnazt sam- an í forstofunni, stígur einn þeirra, in- speclor Coenaculi (umsjónarmaður borðstofu), upp á kistuna, lítur alvar- lega yfii- söfnuðinn og ávarpar hópinn: „I nafni félagsskapar vors og samtaka ávarpa ég yður. Alvörustund er fram undan. Stefxxa nú hér að Bessastöðum fræknir vermenn af Suðurnesjum með sjálfan Glímu-Gest í fararbroddi, og' hafa þær fréttir spurzt á undan þeim, að hann lxafi fengið heljarmennið Ketil í Kirkju- vogi með í atförina. Frá því er Glímu- Gestur fór hér um á leið til sjóróðra og vér bundum það í fastmæli við hann að heyja við hann og aðra vermenn bænda- glímu nú í vor, liöfum vér félagar stælt líkama vorn með glímu, sundi og knatt-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.