Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 24
24 SKINFAXI um,“ sagði konan, sem vav að linoða deig- ið. „Hann er nú búinn að gera út af við þær tvær, dæturnar lians Nínós bústjóra, livora af annarri! Verið þið bara rólegar, það líður ekki á löngu, þangað til hann gerir þeirri þriðju sömu skil og sölsar undir sig það, sem eftir er af reytunum lians Nínós.“ „Er telpan sú arna dóttir Núnsíu eða fyrri konunnar?“ „Iiún er eftir þá fyrri. En Núnsíu þótti eins vænt um liana og hún ætti hana sjálf, enda telpan systurdóttir hennar.“ Telpan liafði verið ósköp hrygg, en liald- ið herkjunni með því að fitla við svunt- una sína. Þegar konurnar fóru að tala um hana, dró liún sig út i horn og grét hljóð- lega. Það var henni svölun. „Komdu hingað,“ sagði Sigdóra. „Nú er ég búin að baka lianda þér kökuna. Vertu ekki að gráta. Mamma er hjá Guði.“ Svo þurrkaði þá telpan augun með krepptum hnefunum, meðan Sigdóra stússaði eittbvað við bakarofninn. Nú kom ein af nágrannakonunum í dyrnar. „Vesalings Núnsía,“ sagði hún. „Nú eru líkmennirnir á leiðinni. Þeir i svörtu kufl- unum fóru hérna fram bjá rétt í þessari svipan.“ „Drottinn verji mitt bús og heimili fyr- ir þeim. Ég er dóttir Maríu meyjar!“ liróp- uðu allar konurnar eins og einum munni og signdu sig um leið. Sigdóra lók kökuna út úr ofninum, strauk af henni öskuna og rétti hana litlu stúlkunni. Kakan var brennandi Iieit, og telpan tók Iiana í svuntuna sína, þok- aði sér frá ofninum og' blés á hana. „Hvert ætlarðu?“ kallaði Sigdóra á eftir lienni. „Vertu liérna kyrr. Grýlubróðirinn með svarta andlitið er heima lijá ykkur, og hann tekur fólk og skilar því aldrei aftur.“ Telpan hlustaði alvarleg og stóreyg. Síð- an sagði hún þrákelknislega: „Ég ætla að gefa henni mömmu hana.“ „Nú er mamma farin,“ sagði nágranna- konan. „Vertu hérna kyrr og borðaðu sjálf kökuna þína.“ Telpan settist dapurleg á þröskuldinn með kökuna i höndunum og fór að moða hana. En allt i einu sá hún föður sinn koma, spratt glöð á fætur og hljóp á móti lionum. Menó gelck þegjandi inn, settist út í liorn og lét hendurnar lafa niður á milli hnjánna á sér. Hann var mjög hnugginn á svip- inn, og varirnar voru bláhvítar, því að hann hafði ekki bragðað mat síðan í gær. Hann leit á konurnar eins og hann vildi sagt hafa: Aumingja ég! Konunum rann það svo til rifja að sjá liann sitja þarna með svarta klútinn um hálsinn, að þær slógu um hann hálfhring, mélaðar upp undir olnhoga, og aumkuðu hann í kór. „Nefnið hana ekki!“ sagði hann hávær og skók höfuðið og þreldegar herðarnar. „Þessi missir er þyrnir, sem aldrei verð- ur ryklct út úr hjarta mínu. Konan sú arna var lireinasti dýrlingur og ég langt frá því að vera henni samboðinn! Sein- ast í gær dróst hún fram úr rúminu, svo þjáð sem hún var, til að sýsla um folaldið, af því að við erum búin að taka það und- an hryssunni. Og ekki mátti hún heyra það nefnt að sækja lækni. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun láta mig fleygja pen- ingum í hann og eitthvert meðalagull. Ég

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.