Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1959, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.1959, Blaðsíða 27
SKINFAXI 27 frænka hinum megin við götuna og gefur öllu gætur.“ Asninn hennar Angelu lá endilangur á hlaðinu. Það var kaldur á honum flipinn, og eyruri löfðu. Stundum voru verkirnir svo sárir, að kviðurinn ýmist herptist sam- an eða þandist út, eins og smiðjubelgur, og þá sparkaði skepnan öllum fótum út í loftið. Elckjan sat þarna á steini og horfði á dýrið, hafði falið hendurnar i gráum liærunum, var náföl í andliti og augun þurr og á þeim örvæntingargljái. Menó gekk í kringum asnann, þuklaði á lionum eyrun, starði í slokknuð augun, og þegar iiann sá, að blóð rann úr sári á náranum, dropi eftir dropa hrundi úr þvi og storknaði i stríðu hárinu, spurði liann ekkjuna: „Er viridlega l)úið að taka honum blóð ?“ Ekkjan leit á liann starandi og eins og stirðnuðu augnaráði, sagði ekki neitt, en kinkaði kolli. „Þá eru engin ráð,“ sagði Menó ákveð- inn. Og svo stóð hann og virti fyrir sér asnann, sem lá þarna með allt teygt frá sér og feldinn úfinn eins og á dauðum ketti. „Þetta er Guðs vilji, Angela,“ sagði Menó. Angelu til huggunar. „Það er úíi um okkur bæði tvö.“ Hann settist á stein við hliðina á ekkjunni, liafði litlu dóttur sína milli linjánna. Og svo sátu þau þarna, hann og ekkjan, horfðu á vesalings skepn- una, sem annað veifið kipptist til og spark- aði — og minnti á mann, sem er i andar- slitrunum. Þegar Sigdóra var búin að talca brauðin út úr ofninum, kom hún líka þangað, sem asninn lá, vildi rabba við þau, Menó og Angelu. 1 för með henni var Alfífa frænka, sem hafði farið i sparikjólinn sinn og hundið silkiklút um ennið. Sigdóra dró Menó afsíðis og sagði við hárin: „Nínó bústjóri gefur þér aldrei þessa einu dóttur, sem hann á eftir. Þú verður að gá að því, að konurnar deyja hjá þér eins og flugur, og svo mundi liann þá heldur ekki fá aftur heimanfylgjuna. Sanna er líka allt of ung. Þú getur átt á liættu, að hún fylli liúsið af börnum.“ „Ef því væri nú að lieilsa, að það yrðu þá drengir! En maður getur svo sem al- veg eins átt á hættu, að það verði stelp- ur. Það er eins og ólánið elti mig.“ „En svo er nú hún Alfífa frænka. Hún er farin að reskjast, og hún er manneskja, sem stendur ekki með tvær hendur tómar, á bæði húsið og víngarðinn.“ Menó skotraði augunum til Alfifu frænku, sem stóð með hendur á maga og lét eins og hún væri að virða fyrir sér asnatetrið, og svo sagði liann: „Tja, ef manni sýndist svo, þá gæti maður náttúrlega talað um það og velt því fyrir sér. En ég er alltaf þessi óláns- garmur.“ „Mundu eftir þeim, sem eiga við ólikt meira ólán að stríða en þú, mundu eftir þeim, segi ég!“ svaraði Sigdóra. „Þeir eru ekki til, það þori ég að full- yrða ! Ég fæ aldrei aðra eins konu og liana. Ég gleymi henni aldrei, ekki þó ég gifti mig tíu sinnum! Og ekki mun liún lieldur gleyma henni, þessi hlessaður móðurlevs- ingi.“ „O, híddu nú bara við, þú munt sannar- lega gleyma henni. Og barnið gleymir lienni líka. Hefur hún kannski ekki gleymt henni móður sinni heitinni? Hugsaðu þér hana Angelu, — nú er hún að missa asn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.