Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 5
Gissur hefur verið tekinn til fanga
með svikum hér í sveit. Hann á að
vinna eið, sem hann er raunar stað-
ráðinn í að rjúfa með því að með rang-
indum er til hans stofnað.
Gissur spyr, hvort hann skuli vinna
norskan eið eða íslenzkan. Gissur fær
að velja og hann hlífir íslenzka eiðn-
um við að rjúfa hann. Kaldhæðni. —
Gegnum myrkrið má greina ljós.
Honum er íslenzkur réttur heilagur,
samanber orðin í sáttmála þeim, er
hann gerði um íslenzk lög.
Mest skáld Mosfellinga fram til
Tómasar Guðmundssonar var Sig-
hvatur Þórðarson.
í kvæði eftir hann kemur orðið ís-
BRIDGEMÓT
UMSK
Hraðbridgemót Ungmennasambands Kjalar-
nesþings var haldið að Hlégarði í Mosfells-
sveit þann 9. maí síðastliðinn. Bridgeáhugi er
í miklum uppgangi í sambandinu og er áætl-
að að halda annað mót í haust.
Var þetta sveitarkeppni og spilað á ellefu
borðum. Þrjú félög tóku þátt í þessu móti,
þau eru: Umf. Drengur, Kjós, Umf. Aftureld-
ing, Mosfellssveit og bridgedeild Umf. Breið-
blik, Kópavogi.
Úrslit urðu sem hér segir:
lenzkur fyrir í fyrsta sinn í bókmennt-
um.
„Oss hafa augu þessi
íslenzk kona, vísat
brattan stíg at baugi
björtum langt en svörtu;
sjá hefr, mjöð-Nanna, manni
minn ókunnar þínum
fótr á fornar brautir
fulldrengila gengit“.
Vísan er um margt athylisverð.
Mín íslenzku augu hafa brotið mér
örðuga leið til æðstu virðinga. Eg hefi
þreytt göngu mína um vegu fortíðar-
innar, eg er langt að kominn með
skáldgáfu mína og manndóm.
Borg er forn þingstaður eins hinna
gömlu 11 hreppa Árnesþings. Hér til-
heyrðu áður fyrr Þingvallasveit,
Laugardalur og Grímsnes.
Borg félagslegrar samheldni verði
hér og okkar byggð til eflingar hér og
sem víðast.
Borg rísi hér þjóðleg, íslenzkrar
menningar og þreks til athafna upp-
byggilegra á ytra sviði og um réttinn,
siðgæðið og trúna á lífið með vanda
þess og vegsemd skyldum og fyrirheit-
um.
Megi saga Mosfellinga ávallt verða
mikil, sveit og landi til blessunar fyrir
Guðs vors lands miskunn og mátt.
Nr. 1 Sveit Hákonar Þorkelssonar, Umf. Dreng .............. 206 stig
með honum spiluðu Olafur Ingvarsson, Jón Lárusson
og Valgeir Lárusson.
Nr. 2 Sveit Davíðs Guðmundssonar, Umf. Dreng .............. 198 stig
með honum spiluðu Ingvar Jónsson, Ólafur Ág. Ólafs-
son og Ólafur Þ. Ólafsson.
Nr. 3 Sveit Tyrfings Þórarinssonar, Umf. Breiðablik ....... 195 stig
með honum spiluðu Gunnlaugur Sigurgeirsson, Jó-
hann Lúthersson og Magnús Þórðarson.
SKINFAXI
5