Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 24
að leikur skuli hefjast, lætur leikstjóri lítinn bolta, sykurmola, tölu eða eitt- hvað þessháttar í skeiðar þeirra sem eru á endanum í hvorri röð. Síðan verður hluturinn að ganga frá manni til mans, þ. e. frá skeið til skeiðar án þess að nokkuð sér hjálpað til með höndunum. Ef einhver missir hlutinn í gólfið, verður lið hans að byrja að nýju, og auðvitað vinnur það lið, sem verður fyrr til að ljúka slysalausri um- ferð. Nasakeðja Þátttakendur sitja í hring eða við borð. Leikstjóri stingur hylki af eldspýtna- stokk á nef sér. Sá, sem situr við hlið hans, verður að ná hylkinu á nef sér af nefi hans, án þess að nota hendurnar. Þannig gengur hylkið frá nef til nefs, þar til það kemur aftur til leikstjórans. Hver sá, sem missir hylkið niður eða snertir það með höndunum, verður að greiða sekt eða láta af hendi pant. Einnig geta tvö lið leikið þennan leik og keppt eins og í „boðhlaupi“ á sama hátt og í skeiðakeðju. Körfuboltaleikur Það þarf enginn að óttast að ljósakrón- ur, skrautva&ar eða gluggarúður brotni, þótt þessi leikur sé viðhafður í húsum inni. Það er nefnilega notaður léttur borðtennisbolti í stað hins stóra körfubolta, og stað hinnar eiginlegu körfu eru notaður tveir eggjabikarar. Þátttakendum er skipt í tvö lið, og sitja liðin andspænis hvort öðru. Fyrsti maður í hvoru liði leggur borðtennis- boltann í annan eggjarbikarinn, og leitast við að blása honum yfir í hinn bikarinn, sem hann heldur á hinni hendinni. Engin fyrirmæli eru um það, hversu langt skuli vera á milli eggja- bikaranna. Jafnskjótt og fyrsti maður í hvoru liði er búinn að leysa hlutverk sitt af hendi, réttir hann næsta manni leik- áhöldin, og þannig gengur þetta koll af kolli. Sigurinn fellur í hlut þess liðs, sem fyrr lýkur umferðinni. Ef einhver liðsmaður missir boltann á gólfið, verður það lið að hefja umferðina að nýju á fyrsta manni. Öndunarboðhlaup Mynduð eru tvö lið þátttakenda, sem sitja (eða standa) hvort andspænis öðru, eins og í körfuboltaleik. Sérhver leikmaður hefur drykkjarhálmstrá í munni sér. Kúnstin er fólgin í því, að sjúga pappír eða pappaspjald (heppi- lega stærð og þyngd blaðsins verður að kanna fyrirfram) að öðrum enda hálmstrásins, þannig að pappírinn festist. Með þessum hætti á að láta pappírsspjaldið ganga frá manni til manns, þar til umferðinni lýkur. Ekki má snerta blaðið með höndunum, og ef einhver missir það á gólfið, verður ,jHlaupnbraut“ er afmörkuð í stof- 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.