Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 13
Aff vettvangi
Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands
(UÍA) gekkst fyrir samkomu á s. 1. sumri í
Atlavík, Skógarhátíð UÍA, og var öll áfengis-
neyzla bönnnuð á skemmtuninni. Sýslunefnnd
Suður-Múlasýslu styrkti þetta ágæta félags-
lega framtak með góðu fjárframlagi, og marg-
ir aðilar aðrir veittu þar góðan stuðning. Ýms-
ir spáððu illa fyrir því að það tækist að halda
uppi reglu á samkomunni, en það tókst þó
vonum fremur. 30 gæzluliðar frá UÍA voru
lögregluþjónum til aðstoðar. Þeir fáu menn,
sem áfengi sást á, voru jafnóðum teknir úr
umferð. Leitað var í bilum við innkeyrsluna
í skóginn. Sérstaklega vel var vandað til
skemmtiatriða og dagskrár. Dansað var á
tveimur stöðum, varðeldur kynntur að næt-
urlagi og sérstök skemmtidagskrá höfð í
bjarma bálsins. Samkoman stóð í tvo daga.
Keppt var í frjálsum íþróttum, handknattleik
og lyftingum. Skógarhátíðin var UÍA til hins
mesta sóma, og er það álit flestra, að með
henni hafi UÍA brotið blað í sögu útiskemmt-
ana á Austurlandi.
Norskur íþróttakennari, Harald W. Braath-
un, starfaði hjá UÍA frá því í janúar og fram
í ágúst. Kenndi hannn á 13 stöðum og nutu
rúmlega 1000 manns leiðsagnar hans. Hann
undirbjó m. a. keppendur UIA fyrir lands-
mótið á Laugarvatni, en þar kepptu 9 Aust-
firðingar. Viðar Símonarson, íþróttakennari
starfaði einnig um 2ja mánaða skeið hjá tveim
fálögum á sambandssvæðinu. Á svæðinu fóru
fram tvö frjálsíþróttamót, tvö sundmót og
auk þess knattspyrnumót, handknattleiksmót
°g golfmót.
Stjórn UÍA hafði erindrekstur hjá aðildar-
félögunum og góða samvinnu við sýslu og
sveitarfélög.
22. þing UÍA var haldið á Eiðum 6.—7.
nóvember 1965, í stjórn voru kosnir: Kristján
SKINFAXI
Ingólfsson, Eskifirði, formaður; Jón Ólafsson,
Eskifirði, Magnús Stefánsson, Búðakauptúni,
Kristján W. Magnússon, Egilsstöðum, Krist-
inn Jóhannsson, Neskaupstað, Sveinn Guð-
mundsson, Sellandi og Björn Magnússon, Eið-
um.
Ungmennasamband Eyjafjarðar hefur gefið út
myndarlegt ársrit, þar sem skýrt er frá starf-
semi sambandsins á s. 1. ári. Ritstjóri árs-
ritsins er Þóroddur Jóhannsson, framkvstj.
UMSE.
Sambandið starfaði ötullega að bindindis-
málum, og stóð m. a. fyrir bindindisviku á
Akureyri í febrúar í samráði við bindindis- og
æskulýðsfélög á Akureyri. Þá stóð UMSE að
bindindismóti í Vaglaskógi 31. júlí — 2.
ágúst í samvinnu við HSÞ og fleiri félagasam-
tök. Nær 4000 manns sóttu þetta mót. Þór-
oddur Jóhannsson var framkvæmdastjóri
Myndin er af íþróftakennurum og áhugamönnum,
er önnuSust kennslu á sumarbúSanámskeiöum UMSE
13