Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 4
ungs gerir hann ekki óháðan Guðs lög- máli. Hyreanns I. (134—104 f. K.) gerir veldi Gyðinga á borð við það á dög- um Davíðs. Farísearnir ráðast þó gegn honum vegna siðleysis í einkalífi. Þjóðernisstefna Gyðinga var fyrst og fremst fólgin í andlegum og menn- ingarlegum styrkleika hvers þegns og siðferðilegum. Þetta bjargaði svo þjóðinni er hún í herleiðingunni miklu, sem segja má að standi enn yfir, átti lengst af að engri ættjörð að hverfa, heldur menningararfleifð Böðvar Pólsson, form. Umf. Hvatar, held- ur rœðu við vígslu félagsheimilisins. sinni, siðgæðis og trú einungis. Spámenn Gyðinga beindu augum þjóðarinnar að verðmætum persónu- legs þroska, er dafna skyldi í andrúms- lofti félagslegs réttlætis. Lífisvilji þessarar þjóðar varð þann- ig nátengdur fullnægingu siðferði- legra og trúarlegra boða. Það er athyglisvert um listaverkið mesta íslenzkra bókmennta allra tíma, Njálssögu, í hvílíkum ljóma Mosfell- ingurinn (og Haukdælinn) Gissur hvíti er þar. Hann er gæddur vitsmunum, hóf- semi, stillingu, góðgirni og um leið bjargföstu skapi, er aldrei hvikar. Og þetta er maðurinn, sem fer að óskabarni Njálssögu, sjálfum Gunn- ari á Hlíðarenda og fellir hann. En Gunnar hefur ekki farið að lög- um og Gissur hefur á loft sverð rétt- arins og ljóskastarar eins hins mesta leiksviðsmeistara heimsbókmennt- anna beinast áfram að honum með öllu ljósmagni sínu og hann gengur enn fram sem Mosfellingurinn (og Haukdælinn) án ámælis — flekklaus í óhvikulli þjónustu við réttlæti og siðakröfur síns tíma. „Fögur er Hlíðin-----“ kvað Gunn- ar. „Gott er að eiga mikið land og fagurt“. En Gunnar er látinn í Njálssögu yrkja: „Eg vildi eigi vægja fyrir óvin- um mínum“. Kennir Njálssaga ekki sannan boð- skap þjóðernisstefnu — þann, að vald án göfgi kemur fyrir ekki? Mosfellingar og Haukdælir eiga að vísu enn Gissur. Höfundur Sturlungu, erkióvinur hans, beinir ávallt skugga þangað þar sem hann er á leiksviði hinnar miklu bókar. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.