Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 16
Reglugerð um afreksbikar
landsmóta UMFÍ
1. gr.
Verðlaunabikar gefinn af Samvinnutrygging-
um s/f 1965 til Landsmóta UMFÍ og skal
vei'.ast þeim einstaklinngi, sem á iandsmót-
unum sýnir mesta fjölhæfni samfara góðum
afrekum.
2. gr.
Verðlaunin nefnast Fjölhæfnisbikar Lands-
móta UMFÍ og komi fyrst til afhendingar fyrir
fjölhæfni og góð afrek á 12. Landsmóti UMFÍ
að Laugarvatni.
3. gr.
Fjölhæfnisbikarinn er farandgripur. Sá ein-
staklingur, sem vinnur hann hverju sinni,
skal geyma hann til næsta landsmóts og af-
henda hann hálfum mánuði fyrir það mót til
stjórnar UMFÍ, en sjálfur haldi hann eftir til
eignar eftirlíkingu af bikarnum.
4. gr.
Viðkomandi Landsmótsnefnd skal sjá um, að
bikarinn sé áletraður nafni handhafa og að
hverju sinni sé til eftirlíking hans áletruð.
Sé eigi unnt að afhenda bikarinn í lok hvers
landsmóts, skal stjórn UMFÍ sjá um að af-
hending hans fari fram.
5. gr.
Yfirstjórn mótsatriða hvers landsmóts skal
meta hverju sinni hver keppanda skuli teljast
búinn mestri fjölhæfni og skal við það mat
taka fullt tillit til afreka.
Keppendur úr öllum tegundum keppni svo
og þátttakendur í sýningum og flutningi tón-
listar sem áhugamenn koma til greina við
mat þetta.
Einfaldur meirihluti yfirstjórnar mótsatriða
ræður úrslitum.
Náist eigi úrslit eða samkomulag hjá yfir-
stjórn mótsatriða sker stjórn UMFI úr og skal
sá úrskurður vera endanlegur dómur í mál-
inu.
6. gr.
Handhafi skal ábyrgur að varðveizlu bikar-
ins og bæta að fullu tjón, sem á honum kunna
að verða.
Stjórn UMFÍ annist vátryggingu bikarins.
7. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi, þegar gefandi
og stjórn UMFÍ hafa samþykkt hana.
Samþykkt á fundi stjórnar UMFÍ 26. marz
16
SKINFAXI