Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 18
Bréfaskóli 9ÍS hefur verið starf- ræktur í 25 ár. Skólinn tók til starfa í októbermánuði 1940. Á þessum 25 ár- um hafa nemendur skólans verið alls á 16. þúsund. Skólastjórastörfum við stofnunina hafa gegnt 4 menn: Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, Jón Magnús- son, fréttastjóri, Vilhjálmur Árnason, lögfræðingur og Guðmundur Sveins- son. / Nemendur bréfaskólans eru nú sem næst 1150, en kennarar 18. Umsjón og daglegan rekstur skólans annast Jó- hann Bjarnason. Kennslubréfaflokkar Bréfaskóla SÍS eru 30 að tölu, þessir: Skipulag og starfshættir samvinnufélaga, Fundar- stjórn og fundarreglur, Bókfærsla I og II, Búreikningar, íslenzk réttritun, ís- lenzk bragfræði, íslenzk málfræði, Enska I og II, Danska I, II og III, Þýzka, Franska, Spænska, Esperanto, Reikningur, Algebra, Eðlisfræði Mót- orfræði I og II, Siglingafræði, Land- búnaðarvélar og verkfæri, Sálarfræði, Skák I og II, Áfengismál I og II og Starfsfræðsla. Frá og með síðustu áramótum varð breyting á rekstri Bréfaskóla SÍS. Bréfaskólinn var þá gerður að sam- eignarstofnu'n verkalýðshreyfingar- innar og samvinnuhreytfingarinnar. Heiti skólans er því nú í samræmi við það: Bréfaskóli SÍS og ASÍ. Reglugerð fyrir sameignarstofnun- ina hefur verið lögð fyrir stjórnar- fundi sambandanna beggja, Alþýðu- sambands íslands, 16. nóv. síðastliðinn og Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, 23. nóvember. Var reglugerðin samþykkt á báðum fundunum. Samkvæmt reglugerð skólans er til- gangurinn með myndun sameignar- stofnunarinnar sá að starfrækja menntastofnun, er orðið geti áhrifa- mikill aðili að íslenzkri alþýðumennt- un. Menntastofnunin á að styðja sam- böndin bæði í sameiginlegri baráttu þeirra fyrir aukinni þjóðmenningu. Bréfaskóli SÍS og ASÍ á samkvæmt reglugerð „að veita aðstöðu til mennt- unar og fræðslu með bréfakennslu eða á annan hátt, sem æskilegt þykir og tiltækilegt. Aðaláherzla hvílir á eftirfarandi: a) Félagslegri og hagrænni (öko- nomiskri) fræðslu. b) Atvinnulífi íslendinga og hag- nýtri menntun í tengslum við það. c) Almennri menntun. Öll kennsla á vegum skólans skal vera hlutlaus í trúmálum og stjórn- málum.“ Þótt skólinn sé nú sameignarstofn- uín samvinnuhreýfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, heimilar reglugerðin „að veita öðrum samtök- um á íslandi aðild að rekstri skólans.“ „Þau samtök verða að vera lýðræðis- leg og í þágu almennings“, segir í reglugerðinni. Samkvæmt reglugerðinni er bréfa- skólanum nú stjórnað af þriggja manna 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.