Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 22
auk hans kenndu Þorsteinn Kristjáns- son og Hörður Gunnarsson. Stjórn G.L.Í. ákvað, að á glímudóm- aranámskeiðið væru ekki teknir yngri menn en 18 ára. Þessir menn luku Glímudómara- prófi á dómaranámskeiðinu: Garðar Erlendsson, Knattsp.fél. Rvk., Gísli Guðmundsson, Glímufél. Ármanni, Guðmundur F. Halldórsson, Glímufél. Ármanni, Gunnar Pétursson, Knattsp. Rvk., Ingvi Guðmundsson, Umf. Vík- verja, ívar Jónsson, Umf. Breiðabliki, Kóp., Lárus Lárusson, Umf. Breiða- bliki, Kóp., Valgeir Halldórsson, Glímufél. Ármanni, Þorvaldur Þor- steinsson, Glímufél. Ármanni. Heimildasöfnunarnefnd glímunnar Á stjórnarfundi G.L.I. 3. október var samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til heimildasöfnunar á því, sem skrifað hefur verið um glímuna, og er Ólafur H. Óskarsson, formaður henn- ar. Landsliðsnefnd. Úrvalsflokkur glímu- manna Stjórn Glímusambandsins hefur á- kveðið að velja úrvalsflokk glímu- manna, sem sýnt geti glímu við ýmis tækifæri. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd (landliðsnefnd) til að velja glímumenn í þennan úrvarlsflokk. Þeir, sem sæti eiga í landliðsnefnd eru: Þorsteinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þorvalsson, Rögnvaldur R. Gunnlaugsson. Glímusambandið hefur ákveðið að athuga möguleika á þátttöku glímu- manna í heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til undirbúnings málsins, og er Sigurður Geirdal formaður hennar. Þorsteinn Kristjánsson hefur verið ráðinn landsþjálfari Glímusambands- ins, og mun hann leiðbeina í glímu, eftir því sem efnahagur og ástæður leyfa. F j órðungsg límumót Ákveðið hefur verið að koma á sérst- ökum glímumótum fyrir landsfjórð- ungana, og eru fyrstu fjórðungsglímu- mótin háð á þessu ári. Gefnir hafa verið ágætir verðlauna- gripir til þessarar keppni. Staðfestar hafa verið reglugerðir fyrir verðlaunagripina. Þessum aðilj- um hefur verið falið að sjá um fram- kvæmd fjórðungsglímumótanna: a) Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu sjái um Fjórð- ungsglímumót Vestfirðingafjórð- ungs. b) íþróttabandalag Akureyrar sjái um Fjórðungsglímumót Norðlend- ingafjórðungs. c) Glímuráð U.I.A. sjái um Fjórðungs- glímumót Austfirðingafjórðungs. d) Ungmennasamband Kjalarnes- þings sjái um Fjórðungsglímumót Sunnlendingafjórðungs. Fj órðungsglímumót Sunnlendinga- fjórðungs var háð í Samkomuhúsinu að Garðaholti laugardaginn 30. apríl síðastliðinn. Er þetta í fyrsta sinn sem fjórðungsglímumót Sunnlendinga- fjórðungs er haldið. 5 keppendur tóku þátt í mótinu allir frá Ungmenna- sambandi Kjalarnesþings sem einnig sá um framkvæmd þess móts. Framhald á bls. 25. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.