Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 3
Björn Magnússon Landsmótlð Rœtt við formann landsmótsenfndar Landsmótsnefndin, sem undirbýr og skipuleggur 13. landsmót UMFÍ, er tekin til starfa. Nú er ekki nema hálft annað ár, þar til þetta mót fer fram, svo að ekki mun veita af tímanum til undirbúnings. Raunar er þegar byrj- að á ýmsum framkvæmdum og skipu- lagsundirbúningi mótsins, enda vita ungmennafélagar af reynzlunni, að mikið starf þarf að vinna til þess að þessar stórhátíðir fari fram með verð- ugum giæsibrag. í þessu tilefni átti Skinfaxi stutt samtal við Björn Magnússon skóla- stjóra á Eiðum, en hann er formaður landsmótsnefndarinnar. Aðrir í nefnd- inni eru: Sigurður Blöndal, Hallorms- stað, Magnús Stefánsson, Fáskrúðs- firði, Elma Guðmundsdóttir, Neskaup- stað, Jón Ólafsson, Eskifirði, Sveinn Guðmundsson, Eiðum og Hafsteinn Lorvaldsson tilnefndur af stjórn U. M. F. í. — Hvað er að frétta af verklegum framkvæmdum vegna landsmótsins? SKINFAXI á næsta ári — Við erum að vinna að gerð tveggja íþróttavalla. Annar þeirra er á sama stað og gamli völlurinn var. Svæðið hefur verið plægt og við bíð- um aðeins eftir vorkomunni til að geta sáð í nýja völlinn. Jónas Jónsson er ráðgjafi okkar við uppgræðslu vallar- ins, og telur að hann verði orðinn góð- ur næsta sumar. Á þessum nýja velli er ætlunin að fram fari keppni í frjáls- um íþróttum og sennilega líka úrslita- leikir í knattleikjunum. Hinn völlur- inn, sem einnig er endurunninn tún- völlur, verður einkum notaður til knattleikj akeppninnar. Þá höfum við látið slétta svæði und- ir væntanlega sundlaug, en við áform- um að nota plastlaug, eins og gert var á landsmótinu á Laugarvatni 1965. Vandamál okkar verður svo að hita vatnið í laugina. — Eru dagskráratriði, önnur en íþróttakeppnin, í undirbúningi? — Já, við höfum fullan hug á því að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta. 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.