Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 6
ungur. Hinn 3. október um haustið var
Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað.
— Hver var tilgangur ykkar með
stofnun ungmennafélaganna?
— Við vorum oft spurð um þetta,
og við spurðum okkur sjálf oft um
þetta. „Hvað er þessi hreyfing?“ var
spurning, sem við fengum oft að
heyra. Mitt svar var og er þetta:
Þjóðfélagsaðstæðurnar kölluðu á
þessa hreyfingu. Hljómgrunnur henn-
ar og frábærar móttökur meðal unga
fólksins sýndi að hún var tímabær.
Hún fór eins og eldur í sinu um land-
ið. Þjóðin átti vitundina um að full-
veldið var á næsta leiti. En hlaðsprett-
urinn var eftir. Ungu kynslóðina vant-
aði vettvang til að búa sig undir að
taka við sjálfstæðu íslandi og sýna, að
hún var þess megnug. Ungmennafé-
lögin urðu sú þjálfunarstofnun, sem
skólaði flesta af beztu forvígismönn-
um hins nýfrjálsa íslands.
Undirbúningur sjálfstæðis
— Og hvernig fór þessi „þjálíun“
fram?
— Ungmennafélögin létu sér fátt
vera óviðkomandi. í Ungmennafélagi
Reykjavíkur voru málfundir haldnir
a. m. k. hálfsmánaðarlega. Við lögðum
áherzlu á að fólk hristi af sér alla
feimni, yrði frjálsmannlegt og þyrði
að rísa upp og standa fyrir máli sínu.
íþróttir urðu strax sterkur þáttur í
starfinu. Glíma, sund, leikfimi og síð-
ar frjálsar íþróttir voru þær greinar,
sem fyrst og fremst voru iðkaðar. Fé-
lagsleg átök og framkvæmdir sýndu
mátt samtakanna og gildi starfsins.
Við reistum t. d. sundskála við Skerja-
fjörð, gerðum skíðabraut 1 Öskjuhlíð-
inni, þar sem Bjarni Benediktsson býr
núna, unnum að skógrækt o. fl. Allt
varð þetta til að efla mjög stórhug og
sjálfstæðisvitund fólksins. í félaginu
var líka blóminn af unga fólkinu í
Reykjavík.
— Þú munt hafa lagt á ráðin um
stofnun UMFÍ.
— Já, það var á Þingvöllum við
konungskomuna 1908. Ungmennafé-
lagar létu þá mjög að sér kveða og
áttu stærstan þátt í íþróttahátíðinni,
sem þá var. Þarna stofnuðum við Ung-
mennafélag íslands, drógum hvítbláa
fánann að húni og gengum fylktu liði
undir þessu frelsismerki, eins og frægt
varð. Jóhannes Jósepsson varð fyrsti
formaður UMFÍ, en fljótlega varð séð,
að nauðsynlegt var að hafa aðalstöðv-
arnar í Reykjavík og þá var mér falin
forystan.
Tímarit UMFÍ
— Hvað um upphaf Skinfaxa?
— Skinfaxi byrjaði sem handskrif-
að blað í Ungmennafélagi Reykjavík-
ur. Eftir að UMFÍ var stofnað, var
ljóst, að samtökunum var brýn þörf
á málgagni, og við hófum útgáfu Skin-
faxa árið 1909. Nokkrum árum síð-
ar kom ungur maður frá námi erlend-
is, og hann hafði ekki verið nema einn
eða tvo daga á fósturjörðinni, þegar
hann leitaði okkur í Ungmennafélag-
inu uppi og gerðist okkar félagi. Ég
hafði komið auga á óvenjulega rit-
hæfileika þessa manns, og ég fékk því
ráðið að hann tók við Skinfaxa. Þetta
var Jónas Jónsson frá Hriflu, og sem
ritstjóri Skifaxa hóf Jónas hinn
stormasama feril sinn í íslenzkum
þjóðmálum.
6
SKINFAXI